
Fangi vopnaður hníf komst svo nálægt Diddy að hann gat þrýst hnífnum að hálsi hans, segir besti vinur rapparans í einkaviðtali við Daily Mail.
Charlucci Finney, æskuvinur, segir að fangi vopnaður hnífi hafi laumað sér inn í fangaklefa Diddy í fangelsinu Metropolitan Detention Center í Brooklyn, New York, og að hann hefði getað myrt Diddy í svefni.
„Hann vaknaði við að hafa hníf við hálsinn,“ sagði Finney. „Ég veit ekki hvort hann barðist á móti eða hvort fangaverðir komu, ég veit bara að þetta gerðist.“
Finney, sem hefur þekkt Diddy í meira en þrjá áratugi, telur að þetta atvik hafi verið viðvörun fremur en raunveruleg morðtilraun.
„Ef þessi maður hefði ætlað að slasa hann, þá hefði Sean verið slasaður. Það tekur aðeins sekúndubrot að skera háls með hníf og drepa mann,“ sagði hann en tók fram að hótanir virki ekki á Diddy þar sem hann sé frá Harlem í New York.
Lögmenn Diddy bentu ítrekað á hættuna á ofbeldi á meðan réttarhöldum um mansal stóð yfir
Komment