1
Minning

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri

2
Innlent

Boðar til mótmæla fyrir ríkisstjórnarfund og hvetur til stuðnings í Reykjavíkurmaraþoninu

3
Innlent

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”

4
Mannlífið

Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast

5
Innlent

Stór hluti ákæru felldur niður í máli Shamsudin-bræðra

6
Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn

7
Menning

Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag

8
Innlent

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði

9
Innlent

Tíu ára drengur illa útleikinn: „Dekkið hafði verið losað á hjólinu hans“

10
Innlent

Atli Vikar er fundinn heill á húfi

Til baka

Segir farþega hjálparskipsins hafa verið beitta harðræði af Ísraelsmönnum

„Um leið og einhver sofnaði, hækkuðu þeir í tónlistinni og byrjuðu að dansa.“

Madleen
Áhöfnin á MadleenEinn farþeganna segir Ísraela hafa beitt þá harðræði.

Ísraelsk yfirvöld beittu farþega hjálparskipsins sem sigldi í átt að Gaza illa meðferð, þar á meðal sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg, að sögn franska læknisins Baptiste André.

André, sem var sjálfur um borð í skipinu, greindi frá því við fjölmiðla eftir heimkomu til Frakklands að þó ekki hafi verið beitt beinu líkamlegu ofbeldi, hafi hann orðið vitni að því að ísraelskir landamæraverðir hafi hæðst að farþegunum og viljandi komið í veg fyrir svefn þeirra, sérstaklega Thunberg.

„Um leið og einhver sofnaði, hækkuðu þeir í tónlistinni og byrjuðu að dansa,“ sagði André.

Að sögn hans áttu farþegarnir einnig erfitt með að komast að mat og vatni.

Thunberg var einn af tólf farþegum um borð í Madleen, skipi sem skipulagt var af Freedom Flotilla-samtökunum, hreyfingu sem styður málstað Palestínu. Skipið lagði af stað frá Ítalíu 1. júní með mannúðaraðstoð til íbúa á Gaza. Ísraelski sjóherinn stöðvaði skipið snemma á mánudagsmorgni, um 200 kílómetra frá strönd Gaza, og handtók áhöfnina.

„Ég hef ekki lagalega kunnáttu til að skilgreina nákvæmlega hvað fór fram, en það voru vissulega merki um illa meðferð,“ sagði André á þriðjudag.

Samkvæmt upplýsingum frá Freedom Flotilla Coalition samþykktu fjórir farþegar, þar á meðal Thunberg og André, að undirrita brottvísunarskjöl og snúa heim síðdegis á þriðjudag. Aðrir í áhöfninni, þar á meðal franska Evrópuþingkonan Rima Hassan, eru enn í haldi í Ísrael og bíða réttarhalda.

Í myndbandi sem Thunberg tók upp fyrirfram og birti á mánudag sagði hún að hópurinn hefði verið „stöðvaður og honum rænt“ af Ísrael og hvatti sænsk stjórnvöld til að þrýsta á Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels.

Thunberg sagði að siglingin hefði verið friðsamleg mótmælaferð gegn hafnbanni Ísraels á Gaza og vaxandi mannúðarkrísu þar.

Ísraelska ríkisstjórnin segir hins vegar að siglingin hafi verið brot á hafnbanninu og afgreiddi aðgerðina sem „sýndarmennsku“, og kallaði skipið „sjálfsmyndaskip“ (e. „selfie yacht“).

Francesca Albanese, sérstakur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum Palestínu hefur fordæmt handtökuna á aðgerðarsinnunum og sagt hana ólögmæta. Hvatti hún nýverið til þess að þjóðir heims tæki sig nú til og sendi fjölda hjálparskipa til Gaza.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg
Heimur

Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg

Sýnir að Netanyahu hefur engan áhuga á vopnahléi, segir ísraelskur dálkahöfundur
Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast
Mannlífið

Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum
Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“
Innlent

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum
Heimur

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri
Minning

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann
Menning

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann

Prís mun ódýrara ári eftir opnun
Peningar

Prís mun ódýrara ári eftir opnun

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði
Innlent

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”
Innlent

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”

Atli Vikar er fundinn heill á húfi
Innlent

Atli Vikar er fundinn heill á húfi

Sveitarfélögin á svæðinu leggjast gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk
Innlent

Sveitarfélögin á svæðinu leggjast gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk

Tímabundið skjól – einstök sýning í Bíó Paradís á sjálfstæðisdegi Úkraínu
Menning

Tímabundið skjól – einstök sýning í Bíó Paradís á sjálfstæðisdegi Úkraínu

Heimur

Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg
Heimur

Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg

Sýnir að Netanyahu hefur engan áhuga á vopnahléi, segir ísraelskur dálkahöfundur
Kínverskt gervihunang flæðir inn í Evrópu
Heimur

Kínverskt gervihunang flæðir inn í Evrópu

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum
Heimur

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn
Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn

Óvíst hvort Ísraelar samþykki vopnahléssamninginn
Heimur

Óvíst hvort Ísraelar samþykki vopnahléssamninginn

Rannsókn hafin eftir að ungur piltur lést í haldi lögreglu
Heimur

Rannsókn hafin eftir að ungur piltur lést í haldi lögreglu

Loka auglýsingu