
Karlmaður frá Selfossi hefur verið ákærður umferðar- og siglingalagabrot og brot á lögum um áhafnir skipa.
Hann er sagður hafa á sunnudaginn 16. júní 2024, á Jökulsárlóni í Sveitarfélaginu Hornafirði, stjórnað farþegaskipi á lóninu, og þaðan að landgöngupramma á afmörkuðu athafnasvæði á landi, óhæfur til að stjórna hjólabát örugglega og óhæfur til að rækja starf sitt á fullnægjandi hátt vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Enn fremur með því að hafa umrætt sinn haldið úr höfn þrátt fyrir að hafa ekki, sem skipstjóri farþegaskipsins, gætt að því að hann sjálfur væri lögskráður á skipið.
Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til að sæta sviptingu ökuréttar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Enn fremur skuli maðurinn sæta sviptingu starfsréttinda.

Komment