1
Heimur

Þrettán ára stúlka lést eftir fall í yfirgefnu hóteli á Tenerife

2
Pólitík

Segir Samfylkingarfólk hvatt til að níða skóinn af skólameistara

3
Fólk

Lúxushús í Kópavogi sett á sölulista

4
Innlent

Selfyssingur segir keníska eiginkonu sína vera vændiskonu

5
Innlent

Villi Vill segir Landsréttardómara ómarktækan

6
Innlent

Flutti inn gommu af oxy og sterum

7
Heimur

Las upp súrsæt skilaboð frá Diane Keaton áður en hún lést

8
Heimur

Kýldi mótherja í andlitið í miðjum leik

9
Heimur

Kona elt af dróna á leið heim á hjóli

10
Minning

Jóhanna Bára Sigurðardóttir er fallin frá

Til baka

Selfyssingur segir keníska eiginkonu sína vera vændiskonu

Hélt ítrekað framhjá honum og sendi menn til að hóta honum

Miðbær Selfoss
SelfossMyndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Víkingur

Karlmaður frá Selfossi hefur stefnt kenískri eiginkonu sinni með það í huga að láta ógilda hjónaband þeirra en þau létu skrá hjónaband sitt á Íslandi síðasta sumar. 29 ára aldursmunur er á þeim hjónunum

Samkvæmt stefnunni kynnust hjónin í Kenía í lok janúar 2023 og hófu þar ástarsamband. Eftir stutt samneyti þeirra á milli fór kona að knýja á um að þau myndu gifta sig. Maðurinn var ekki sammála þeim hugmyndum hennar og útskýrði að sér þætti eðlilegra að fólk kynntist vel áður en til slíks ráðahags kæmi. Eftir mikla eftirgangssemi og þrýsting frá þeirri kenísku lét hann það eftir henni að ganga í gegnum athöfn í Kenía, sem hann taldi þó ekki vera eiginlega hjónavígslu, enda var hann þess fullviss að sú athöfn hefði ekki gildi á Íslandi.

Þann 24. desember 2024 fluttu hjónin til Íslands og fékk eiginkonan mánaðar ferðamannadvalarleyfi. Þegar þessi mánuður var u.þ.b. að renna út, sótti hún um ótímabundið dvalarleyfi á grundvelli hinna kenísku hjúskaparpappíra, var það gert með samþykki eiginmannsins.

Hélt ítrekað framhjá honum

Fljótlega eftir að þessi dvalarleyfisumsókn hafði verið gerð, fór Selfyssinginn hins vegar að gruna að eiginkonuna hefði einungis í hyggju að notfæra sér góðmennsku hans, sér til framfærslu. Eftir komuna til Íslands, hafði hún bíl til afnota og debetkort hans sem hún mátti nota innan skynsemismarka. Maðurinn hafði hjálpað stefndu að fá kerfiskennitölu og opna bankareikning hjá Íslandsbanka. Háttsemi hennar gagnvart stefnanda fór hratt versnandi og hún dvaldi oftar í Reykjavík en á heimili þeirra á Selfossi. Útskýringar hennar á því hvað hún væri að gera eða með hverjum hún var stemmdu illa og illa gekk að ná í hana í síma. Hið sanna, samkvæmt stefnunni, var að hún var að hitta aðra karlmenn á þessum tíma. Hún hóf t.a.m. ástarsamband við mann um miðjan janúar, eða 3 vikum eftir komuna til landsins og áður en dvalarleyfisumsóknin var lögð fram. Hún var í sambandi við fleiri menn næstu 2 mánuði og þann 17. apríl 2025 flutti hún frá eiginmanni sínum og yfirgaf húsnæði hans fyrir fullt og allt. Stuttu síðar, flutti hún lögheimili sitt frá honum. Morguninn eftir að hún yfirgaf manninn, sendi hún tvo menn, sem eiginmaðurinn kunni ekki nein deili á til heimilis hans, þar sem haft var í hótunum við hann og honum m.a. skipað að hafa engin afskipti af dvalarleyfisumsókninni né eiginkonunni sjálfri, hún væri farin fyrir fullt og allt og kæmi aldrei aftur. Þetta atvik hefur verið kært til lögreglu samkvæmt stefnunni.

Þjóðskrá samþykkti hjónabandið

Stefnandi hafði í kjölfarið samband við Útlendingastofnun (UTL) og upplýsti um atburðina og háttsemi eiginkonunnar og tilkynnti jafnframt að hann væri ekki lengur samþykkur dvalarleyfisumsókn hennar. Í einu símtali við UTL þar sem stefnandi hafði hringt til að fá upplýsingar um það hvernig skráningu hjúskapar væri háttað hér á landi, var honum tjáð að þegar og ef dvalarleyfisumsókn yrði samþykkt, myndi UTL senda tilkynningu þess efnis til Þjóðskrár Íslands sem myndu skrá hjúskapinn. Að öðru leyti væri ekki um hjúskaparskráningu að ræða án hans aðkomu og á meðan málið væri til meðferðar hjá UTL. Hann setti sig einnig í samband við sýslumann og Þjóðskrá til að spyrja sömu spurninga og fékk svipuð svör frá báðum aðilum, að þetta færi eftir niðurstöðu UTL. Einnig hefur hann fengið þau svör frá UTL að það eitt að hann tilkynnti að hann væri ekki lengur samþykkur dvalarleyfisumsókninni, myndi duga til að umsóknin yrði ekki samþykkt.

Engu að síður samþykkti Þjóðskrá að skrá þau í  hjúskap þann 19. ágúst 2025 á grundvelli hinna Kenísku „Certified copy of Certificate of marriage“.

Telur að hún sé vændiskona

Eiginmaðurinn segist í stefnunni ekki vita hvar eiginkona hans er niður komin í dag en telur að hún haldi til á Íslandi. Þá veit hann ekki hver er staðan á umsókn hennar um dvalarleyfi, þar sem hún hefur fjarlægt hann sem umboðsmann hennar á umsókn hennar um dvalarleyfið. Eiginmaðurinn telur líkur á að umsókn hennar um dvalarleyfi hafi verið hafnað í ágúst 2025 og það sé ástæða þess að hún lét skrá meintan hjúskap þeirra hjá Þjóðskrá þann 19. ágúst 2025. Telur hann að hjúskaparskráningin hafi verið liður í því að reyna að fá UTL til þess að breyta afstöðu sinni, en hann hefur margítrekað við stofnunina að hann sé mótfallinn því að hún fái dvalarleyfi hér á landi eða verði tengd honum á neinn hátt. Þjóðskrá hefur staðfest að stefnda er einungis með kerfiskennitölu hér á landi og því yfirgnæfandi líkur á að hún hafi ekki dvalarleyfi hér á landi.

Í stefnunni segir maðurinn einnig að hann hafi komist að því síðar að konan hafi starfað sem vændiskona, bæði á Íslandi og í Dubai.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Jóhanna Bára Sigurðardóttir er fallin frá
Minning

Jóhanna Bára Sigurðardóttir er fallin frá

11 látnir eftir skotárás á hóteli
Heimur

11 látnir eftir skotárás á hóteli

Erlendur karlmaður dæmdur fyrir falsað dvalarleyfi
Innlent

Erlendur karlmaður dæmdur fyrir falsað dvalarleyfi

Lögreglan fjarlægði einstakling af heimili
Innlent

Lögreglan fjarlægði einstakling af heimili

Stefán Jón segir afgreiðsla EBU um Ísrael „ófullnægjandi“
Innlent

Stefán Jón segir afgreiðsla EBU um Ísrael „ófullnægjandi“

Kýldi mótherja í andlitið í miðjum leik
Myndband
Heimur

Kýldi mótherja í andlitið í miðjum leik

Las upp súrsæt skilaboð frá Diane Keaton áður en hún lést
Heimur

Las upp súrsæt skilaboð frá Diane Keaton áður en hún lést

Kona elt af dróna á leið heim á hjóli
Heimur

Kona elt af dróna á leið heim á hjóli

Flutti inn gommu af oxy og sterum
Innlent

Flutti inn gommu af oxy og sterum

Þrettán ára stúlka lést eftir fall í yfirgefnu hóteli á Tenerife
Heimur

Þrettán ára stúlka lést eftir fall í yfirgefnu hóteli á Tenerife

Villi Vill segir Landsréttardómara ómarktækan
Innlent

Villi Vill segir Landsréttardómara ómarktækan

Innlent

Selfyssingur segir keníska eiginkonu sína vera vændiskonu
Innlent

Selfyssingur segir keníska eiginkonu sína vera vændiskonu

Hélt ítrekað framhjá honum og sendi menn til að hóta honum
Villi Vill segir Landsréttardómara ómarktækan
Innlent

Villi Vill segir Landsréttardómara ómarktækan

Erlendur karlmaður dæmdur fyrir falsað dvalarleyfi
Innlent

Erlendur karlmaður dæmdur fyrir falsað dvalarleyfi

Lögreglan fjarlægði einstakling af heimili
Innlent

Lögreglan fjarlægði einstakling af heimili

Stefán Jón segir afgreiðsla EBU um Ísrael „ófullnægjandi“
Innlent

Stefán Jón segir afgreiðsla EBU um Ísrael „ófullnægjandi“

Flutti inn gommu af oxy og sterum
Innlent

Flutti inn gommu af oxy og sterum

Loka auglýsingu