1
Fólk

Aldargamalt einbýli með óvenjulegri víngeymslu til sölu

2
Pólitík

Björn gagnrýnir stefnu Miðflokksins harðlega

3
Menning

Daníel segir eiginkonuna bestu söngkonu Íslands

4
Innlent

Grínskilti fjarlægt af vinnusvæði

5
Heimur

Stórfurðulegt slys þegar starfsmaður setti eldsneyti á flugvél

6
Innlent

Neita að greina frá refsingu árásarmanns í Kópavogi

7
Sport

Hugljúf skilaboð ungs stuðningsmanns til Alberts vöktu athygli

8
Heimur

Kona fannst meðvitundarlaus við stýri með tóma blöðru í munninum

9
Landið

Lögreglan lagði hald á tugi kílóa eiturlyfja

10
Peningar

Ársæll og Kamilla drukkna í hagnaði

Til baka

Sex Palestínumenn drepnir í skothríð Ísraelshers á Gaza

Ísraelskir fjölmiðlar segja alla þá sem fari yfir ósýnilega línu drepna af hernum

Gaza
Svipmynd frá GazaMynd
Mynd: OMAR AL-QATTAA / AFP

Sex manns hafa verið drepnir eftir að ísraelskir hermenn hófu skothríð á fólk sem þeir sögðu hafa nálgast hermenn við vopnahléslínu í norðurhluta Gaza í dag.

Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum kom fram að nokkrir grunaðir hefðu verið spottaðir og skotnir til að „fjarlægja ógnina“ vegna þess að um væri að ræða „brot á vopnahléssamkomulaginu“. Heilbrigðisyfirvöld á Gaza sögðu sex manns hafa verið felld í tveimur aðskildum atvikum.

Atvikið átti sér stað daginn eftir að Donald Trump lýsti því yfir að hann hygðist „endurreisa Gasa“ eftir að Ísrael og Hamas skiptust á föngum og gíslum í gær, sem markaði endalok tveggja ára blóðugra átaka á svæðinu.

Bandaríkjaforseti lýsti við það tilefni yfir „nýju upphafi fyrir öll hin fögru Mið-Austurlönd“ þegar hann skrifaði undir friðarsamkomulagið í Egyptalandi ásamt vestrænum og arabískum leiðtogum.

En þegar hann ræddi við blaðamenn að fundinum loknum í Sharm el-Sheikh forðaðist hann að taka afstöðu til palestínsks ríkis:

„Ég er ekki að tala um eitt ríki eða tvö ríki, við erum að tala um endurreisn Gaza,“ sagði Trump.

Ísraelskir fjölmiðlar: Allir sem stíga yfir ósýnilegu línuna eru í hættu

Samkvæmt frétt frá Kan, ríkisfjölmiðli Ísraels, virðist ísraelski herinn skjóta á hvern þann sem fer yfir svokallaða ósýnilega „gula línu“, þar á meðal óvopnaða borgara.

Í fréttinni kemur fram að herinn hafi beitt árásarþyrlu og skriðdreka sem „aðvörunarskotum“ gegn Palestínumönnum sem gengu „fótgangandi út fyrir gula línuna“, og síðar notað dróna til að ráðast á þá og drepa.

Ísraelskir fjölmiðlar greindu einnig frá því að „hver sem fer yfir línuna sé einfaldlega dæmdur til dauða“, og að líklegt væri að „slík atvik muni halda áfram“.

Fréttaritari Kan bætti við að frásagnir um „hryðjuverkahóp“ væru rangar:

„Árásirnar beinast ekki allar að vopnuðum hryðjuverkamönnum,“ sagði hann.

Yfirlýsing frá ísraelska hernum

Ísraelski herinn (IDF) gaf síðar út formlega yfirlýsingu um atvikið:

„Fyrr í dag voru nokkrir grunaðir aðilar spottaðir þegar þeir fóru yfir gula línuna og nálguðust hermenn IDF sem starfa í norðurhluta Gaza, sem telst brot á samkomulaginu,“ sagði í yfirlýsingunni

„Reynt var að fjarlægja grunaða einstaklinga án árásar, en þeir hlýddu ekki fyrirmælum og héldu áfram að nálgast hermennina, sem þá hófu skothríð til að fjarlægja ógnina.“

„Fréttir um að hryðjuverkamenn hafi brotist inn á stöð IDF eru rangar. IDF hvetur íbúa Gaza til að fylgja fyrirmælum hersins og halda sig fjarri svæðinu þar sem hermenn eru staðsettir.“

Á þeim tveimur árum sem árásirnar á Gaza stóðu yfir drápu Ísraelar að minnsta kosti yfir 60.000 Palestínumenn, þar af að minnsta kosti hátt í 18.000 börn, þó margir telji raunverulegan fjölda dauðra mun hærri.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Kennari neitar sök í kókaínmáli
Heimur

Kennari neitar sök í kókaínmáli

Grunnskólakennarinn er 47 ára gömul kona
Eiginkona Bruce Willis segir að dætur hans syrgi föður sinn
Heimur

Eiginkona Bruce Willis segir að dætur hans syrgi föður sinn

Anna býr mögulega aðeins 300 metrum frá glæpakvendinu á Tene
Fólk

Anna býr mögulega aðeins 300 metrum frá glæpakvendinu á Tene

Stúlka dæmd í Borgarnesi fyrir líkamsárásir
Landið

Stúlka dæmd í Borgarnesi fyrir líkamsárásir

Meðlimir Pussy Riot fordæma brottvísun rússneskrar fjölskyldu frá Íslandi
Innlent

Meðlimir Pussy Riot fordæma brottvísun rússneskrar fjölskyldu frá Íslandi

Strákarnir okkar börðust kröftuglega í sanngjörnu jafntefli við Frakkland
Myndir
Sport

Strákarnir okkar börðust kröftuglega í sanngjörnu jafntefli við Frakkland

Elvar og Eyrún selja í Garðabænum
Myndir
Fólk

Elvar og Eyrún selja í Garðabænum

Kona fannst meðvitundarlaus við stýri með tóma blöðru í munninum
Heimur

Kona fannst meðvitundarlaus við stýri með tóma blöðru í munninum

Lögreglan lagði hald á tugi kílóa eiturlyfja
Landið

Lögreglan lagði hald á tugi kílóa eiturlyfja

Atli dæmdur fyrir stunguárás
Innlent

Atli dæmdur fyrir stunguárás

„Mér finnst það skipta miklu máli að vera ekki ferkantaður pappakassi”
Myndband
Fólk

„Mér finnst það skipta miklu máli að vera ekki ferkantaður pappakassi”

Martraðarheimferð frá Tenerife
Innlent

Martraðarheimferð frá Tenerife

Heimur

Kennari neitar sök í kókaínmáli
Heimur

Kennari neitar sök í kókaínmáli

Grunnskólakennarinn er 47 ára gömul kona
EBU hættir við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision
Heimur

EBU hættir við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision

Eiginkona Bruce Willis segir að dætur hans syrgi föður sinn
Heimur

Eiginkona Bruce Willis segir að dætur hans syrgi föður sinn

Sex Palestínumenn drepnir í skothríð Ísraelshers á Gaza
Heimur

Sex Palestínumenn drepnir í skothríð Ísraelshers á Gaza

Kona fannst meðvitundarlaus við stýri með tóma blöðru í munninum
Heimur

Kona fannst meðvitundarlaus við stýri með tóma blöðru í munninum

Loka auglýsingu