
Aðeins einn gistir fangaklefa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina en alls voru 79 mál skráð í kerfi lögreglunnar á tímabilinu frá 17:00 til 05:00. Hér má líta nokkur dæmi.
Aðili sem var með hníf í miðborginni var handtekinn og verður kærður fyrir brot á vopnalögum.
Nokkrir aðilar voru til vandræða í mismunandi málum í miðborginni en einn þeirra var fluttur á lögreglustöð í skýrslutöku en var síðan sleppt í framhaldinu. annar var handtekinn eftir slagsmál en eftir skýrslutöku var honum sleppt. Þá var þriðji aðilinn til vandræða fyrir utan skemmtistað en óskað var eftir aðstoð lögreglu. Var hann fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu og tekin af honum skýrsla. Eftir það var hann frjáls ferða sinna.
Í Kópavogi var ökumaður stöðvaður en reyndist hann ekki nema 16 ára gamall og því án ökuréttinda. Vinur hans var með honum í bílnum og voru þeir báðir fluttir á lögreglustöð, þar til foreldrar sóttu þá.
Í Grafarholtinu féll drukkinn maður á rafmagnshlaupahjóli og slasaðist. Var hann fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið.
Þá var unglingapartý leist upp í Árbænum.

Komment