
Strákarnir í VÆB komu erlendum veðbönkum heldur betur á óvart með því að komast áfram upp úr undanriðli Eurovision á þriðjudaginn en þeim hafði verið spáð 31. til 36. sæti undanfarna mánuði.
Í kjölfar þess að VÆB komst áfram hafa veðbankar talsvert meiri trú á sveitinni en áður og er nú spáð í 24. sæti af veðbönkunum. Ísland hefur ekki komist undanfarin tvö ár í úrslit Eurovision en Diljá mistók að komast áfram með Power og þá náði Hera Björk engu flugi með lagið Scared of Heights í fyrra. Hljómsveitin Systur komst hins vegar áfram með lagið Með hækkandi sól árið 2022 og endaði sveitin í 23. sæti og fékk 20 stig.
Svíum er ennþá spáð sigri og virðist Austurríki vera eina þjóðin sem á mögulega á að slá Svía af toppnum ef marka má veðbanka.
Úrslitin fara fram á laugardaginn og verður gaman að sjá hversu mörg stig VÆB fá.
Komment