Árásin gerð með leyfi Trump-stjórnarinnar.
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er „í sjokki“ yfir loftárásum Ísraela á Gasa í nótt sem drápu 413 manns, samkvæmt nýjustu talningu.
„Framkvæmdastjórinn er í sjokki yfir loftárásum Ísraels á Gasa... hann hvetur eindregið til þess að vopnahlé verði virt, að óhindruð mannúðaraðstoð verði endurreist og að þeir gíslar sem eftir eru verði látnir lausir skilyrðislaust,“ sagði Rolando Gomez, talsmaður Sameinuðu þjóðanna, á blaðamannafundi í morgun.
Hræðilegt ástand er á svæðinu eftir árásirnar, sem gerðar voru með vitund og samþykki ríkisstjórnar Donalds Trumps í Bandaríkjunum.
Rauði krossinn sagði að margar heilbrigðisstofnanir á Gazasvæðinu væru „yfirfullar“ á þriðjudag eftir að Ísrael hóf sín öflugustu loftárás á palestínska svæðið síðan vopnahlé var samið.
„Það sem við heyrðum frá félögum okkar í Palestínska hálfmánanum í morgun er að margar heilbrigðisstofnanir eru bókstaflega yfirfullar um allt Gaza,“ sagði Tommaso Della Longa, talsmaður Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans, á blaðamannafundi í Genf.
Yfirvöld fjölda ríkja hafa fordæmt fjöldamorðið. Þar á meðal sögðu yfirvöld í Jórdaníu, nágrannaríki Ísraels og Palestínu, að árásin væri „villimannsleg“.
Komment