
Mörg vitni voru á staðnumJames Rizzo var handtekinn fyrir árásina.
Mynd: Skjáskot
Lögreglan í New York-borg í Bandaríkjunum hefur handtekið James Rizzo en hann náðist á myndbandsupptöku slá 20 ára konu í rassinn og kýla hana svo í höfuðið.
Árásin átti sér stað á Manhattan á mánudaginn en konan var á leið í tíma í New York-háskóla snemma morguns. Mikill fjöldi vitna var á staðnum og var konunni hjálpað var nærstöddum eftir að hún var slegin í jörðina.
Talsmaður háskólans segir atvikið vera hræðilegt og að skólinn myndi gera sitt besta við að aðstoða konuna við eftirmála árásarinnar.
Samkvæmt upplýsingum frá bandarískum fjölmiðlum hefur Rizzo verið ákærður fyrir árásina en hann hefur 16 sinnum áður verið handtekinn.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment