1
Innlent

„Stolinn“ matarvagn auglýstur til sölu

2
Peningar

Penninn Eymundsson skellir í lás

3
Minning

Guðmundur Andri minnist látins bekkjarbróður

4
Innlent

Tvö börn hafa kært Írisi „eltihrelli“

5
Heimur

„Rusldrottning“ Svíþjóðar gæti fengið sex ára dóm

6
Minning

Vilhjálmur Rafnsson er fallinn frá

7
Landið

Séra Karen fer heim á Snæfellsnes

8
Heimur

Karl konungur pirraðist á minningarathöfn um Sigurdaginn

9
Pólitík

Bráðamóttakan stækkuð til muna

10
Innlent

Meint hópnauðgun í Árbæ ennþá í rannsókn

Til baka

Starfsmenn flugfélags sem hæddust að viðskiptavini sagt upp

„Og þú hélst að þú værir að fara komast í flugið þitt.“

Flugvallastarfsmaðurinn
Annar flugvallarstarfsmaðurinnKonurnar hafa báðar verið reknar.

Tveir starfsmenn við innritunarborð Frontier Airlines hafa misst vinnuna eftir að hafa hæðst að farþega sem var að reyna að innrita sig í flug en atvikið vakti mikla athygli eftir að myndband af samskiptunum fór í dreifingu á netinu.

Í myndbandinu má sjá farþega reyna að innrita sig í flug frá Norður-Karólínu til Boston, en samskiptin versna þegar starfsfólkið tilkynnir honum að það kosti 25 dali (3.270 kr.) að innrita sig í eigin persónu við borðið.

Farþeginn mótmælir gjaldinu og starfsmennirnir byrja að rífast við hann, neita að afgreiða hann og gera lítið úr honum með því að segja ítrekað: „Og þú hélst að þú værir að fara komast í flugið þitt.“

Hann hafði þá þegar tekið upp símann sinn til að skrá atvikið, en þá taka starfsmenn Frontier líka upp á því að taka upp á síma sína og andrúmsloftið verður enn eldfimara.

Talsmaður Frontier Airlines sagði í samtali við TMZ: „Við erum meðvituð um það sem gerðist og höfum haft beint samband við farþegann. Þeir einstaklingar sem um ræðir störfuðu hjá þriðja aðila sem Frontier samdi við og eru ekki lengur tengdir Frontier.“

Flugfélagið bætti því við að farþeganum hafi verið endurgreitt flugið sem hann missti af og hann hafi einnig fengið bætt annað flug sem hann bókaði til að komast heim.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Roksana
Heimur

Starfsmaður á lúxusleikskóla ákærður fyrir að hafa beitt 23 börn ofbeldi

cocaine kókaín
Heimur

Barbie í lykilhlutverki í fíkniefnaheimi Suður-Ameríku

Marta Wieczorek
Innlent

Opnað fyrir tilnefningar um „Reykvíking ársins“

Jón Gnarr árið 2025
Fólk

Jón Gnarr át úldinn sviðakjamma

matarvagn páll hafþór
Innlent

„Stolinn“ matarvagn auglýstur til sölu

Karl III
Heimur

Karl konungur pirraðist á minningarathöfn um Sigurdaginn