Þórunn Sveinbjargardóttir, forseti Alþingis, hefur brotið siðareglur Alþingis að mati Stefáns Einars Stefánssonar, siðfræðings og fjölmiðlamanns.
Á þingfundi í síðustu viku sagði forsetinn: „Ég er komin með nóg. Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk,“ þegar hún gerði hlé á fundinum.
„Þótt gleðjast megi yfir orðskrúði og orðkyngi forsetans, sem undirstrikar hversu magnað tungumálið er, þá reynist þetta frumhlaup æðsta embættismanns löggjafarþingsins mikill prófsteinn á siðareglu þingsins,“ skrifar Stefán á samfélagsmiðla.
Andskotans bömmer
„Annað hvort verður úr því skorið með formlegum hætti hvort brotið hafi verið gegn reglunum í þessu máli, eða þá að þingið skundi til fundar og afnemi þær með öllu,“ heldur hann áfram og spyr svo hvort siðareglurnar eigi aðeins við minnihlutann.
„Það væri auðvitað helvítis, djöfulsins, andskotans bömmer. Næstum því eins mikill bömmer og sá að ekkert skuli nú heyrast í postulunum á vinstri vængnum. Má þar helst minnast Vilhjálms Árnasonar, Henrys Alexanders Henryssonar, Jóns Ólafssonar, og já, Eiríks Rögnvaldssonar - hann er svo frábær alltaf hreint og samkvæmur sjálfum sér.“
Rétt er að taka fram Þórunn hefur beiðist afsökunar á ummælum sínum.
„Það var hvort tveggja óheppilegt og miður að þessi orð skyldu falla á leið minni út úr þingsalnum í gær og ástæða til að biðjast afsökunar á þeim. Svona getur gerst þegar hitnar í kolunum og forseti Alþingis er bara mannleg eins og annað fólk,“ skrifaði Þórunn í yfirlýsingu um málið.


Komment