
Stefán Kristjánsson, útgerðarmaður, var bráðkvaddur á heimili sínu í Kópavogi 12. ágúst. Víkurfréttir greindu frá.
Stefán stofnaði Einhamar Seafood árið 2003 ásamt eiginkonu sinni, Söndru Antonsdóttur. Einhamar rak fiskvinnslu í Grindavík og hefur verið meðal öflugustu ferskfiskframleiðenda á Íslandi.
Stefán studdi heimabæinn sinn mikið. Einhamar Seafood var aðalstyrktaraðili körfuboltadeildar Ungmennafélags Grindavíkur (UMFG). Stefán lagði sig einnig mikið fram í baráttumálum Grindvíkinga eftir hamfarirnar og rýmingu bæjarins.
Í febrúar lenti Stefán í alvarlegu mótorhjólaslysi í Asíu og þurfti að fara í endurhæfingu á Grensás.
Mínútuþögn var fyrir leik Keflavíkur og Grindavíkur á miðvikudag til að minnast Stefáns.
Stefán lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn, eitt barnabarn og tengdabörn.
Komment