Ung stúlka hefur verið dæmd í 30 daga fangelsi af Héraðsdómi Vesturlands.
Stúlkan var ákærð fyrir að hafa slegið konu í andlitið með þeim afleiðingum að hún féll á götuna, vankaðist við höggið og hlaut verki á kjálka og mar vinstra megin á höku og innanvert á vör. Þá var hún einnig ákærð fyrir að hafa á sama tíma tekið aðra konu hálstaki og hert að og fellt hana á götuna, með þeim afleiðingum að hún hlaut eymsli í hálsi og um 8 cm langa rispu vinstra megin á háls.
Jafnframt var hún dæmd fyrir brot á vopnalögum en lögregla fann úðavopn í vörslum hennar á heimili stúlkunnar eftir handtöku.
Ekki kemur fram í hvaða bæjarfélagi árásirnar áttu sér stað eða hversu gömul stúlkan er en brotin voru framin í apríl á þessu ári.
Stúlkan játaði brot sitt og er dómur hennar skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var úðavopnið gert upptækt.
Komment