Landsmenn sem hafa fengið leið á veðrinu sem ríkt hefur á Íslandi undanfarna daga ættu margir að geta glaðst yfir veðurspá næstkomandi sunnudags.
Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður 18°C og heiðskýrt hluta dags á Austurlandi og gæti hiti náð 15°C á Norðurlandi. Suðurlandið þarf því miður að sætta sig við rigningu stóran hluta dags en hitatölur muni sennilega ná í tveggja stafa tölur. Vestfirðir fá sólina en þó ekki sama hita aðrir landshlutar.
Höfuðborgarsvæðið fær 12°C hita í fangið en dagurinn verður alskýjaður að mestu leyti. Þá verður logn á mörgum stöðum á landinu hluta dags.

Sól og blíða fyrir austan
Mynd: Veðurstofa Íslands

Hitinn gæti náð 18°C
Mynd: Verðurstofa Íslands
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment