1
Fólk

Þórgnýr þurfti að ígrunda sambandið við kærustuna vegna svefnvenja hennar

2
Innlent

„Hann talar alltaf um sjálfan sig í þriðju persónu“

3
Landið

Seyðfirðingur biðst afsökunar á að hafa kosið Flokk fólksins

4
Pólitík

„Mér heyrist þetta miklu fremur hljóma eins og beinlínis hótun“

5
Innlent

Óljóst hvort stjórnarformaður RÚV hafi orðið fyrir þrýstingi vegna Eurovision

6
Innlent

„Við deilum ekki sviði með þjóðarmorðingjum“

7
Minning

Þórir Þorsteinsson er fallinn frá

8
Heimur

Menntskælingur ákærður fyrir að kveikja í heimilislausum manni

9
Innlent

Banaslys í Mosfellsbæ

10
Innlent

Íslendingur kýldi tollvörð og reyndi að bíta hann

Til baka

Teslur í flestum árekstrum

Tíðar tilkynningar á göllum í sjálfstýringarbúnaði Teslu-bíla

tesla y 2025
TeslaGallar á sjálfstýringarbúnaði gæti legið á bakvið tíðari árekstra bílategundarinnar erlendis.
Mynd: Tesla

Óútskýrð slys og „draugahemlanir“ setja spurningamerki við hversu öruggt er að reiða sig á sjálfsstýringarbúnað og sjálfvirku stýringaraðstoðina í Teslum. Bílar Teslu lenda í flestum árekstrum af öllum öðrum bílategundum í Bandaríkjunum samkvæmt skýrslu sem Forbes greindi frá fyrr á árinu. Af hverjum 1.000 ökumönnum lentu 26,67 ökumenn Teslu-bíla í árekstri árið 2024 samkvæmt skýrslunni. Næstu bílaframleiðendur á eftir Teslu voru Ram með 23,15 ökumenn sem lentu í árekstrum og Subaru með 22,89 af hverjum 1.000.

Skýrslan segir ökumennina sjálfa ástæðuna fyrir þessari háu slysatíðni. Hins vegar virðast tölur frá samgöngustofum bandaríska ríkisins (NHTSA og NTSA) sýna aðra mynd. Frá því að Tesla byrjaði að bjóða upp á sjálfsstýringarbúnað og sjálfvirka stýringaraðstoð í bílunum sínum hafa orðið hundruðir slysa og 51 dauðsfall í tengslum við notkun búnaðarins í Bandaríkjunum.

Margir viðskiptavinir Teslu hafa kvartað undan galla í sjálfvirku stýringaraðstoðinni hjá bílum þeirra. Stjórnendur Teslu höfðu reynt að halda því leyndu en uppljóstrari lak yfirgripsmiklum gögnunum í fjölmiðla árið 2023. Rannsóknarblaðamenn hjá The Guardian hafa verið að greiða úr gögnunum síðan.

The Guardian hefur meðal annars lýst því að 2.400 viðskiptavinir Teslu sendu inn kvartanir vegna óviljandi hröðun bíls við notkun stýringaraðstoðarinnar og yfir 1.500 kvartanir bárust vegna hemlunargalla í búnaðinum. Tæp 400 tilfelli af hemlunargöllunum eru „draugahemlanir“ þar sem bílarnir hemla vegna falskra viðvarana um árekstra. Þessi draugahemlun getur stefnt lífum í hættu ef bíll tekur á því að snarhamla skyndilega á hraðbraut.

Í „Teslu-skjölunum“ eru skráð rúmlega 1.000 árekstrar í tengslum við sjálfstýringarbúnaðinn eða sjálfvirku stýringaraðstoðina. Þar af eru nokkur banaslys þar sem ökumenn voru að nota sjálfstýringarbúnaðinn þegar slysin áttu sér stað og enn er óútskýrt hvað hafi farið úrskeiðis.

Fleiri gallar finnast í búnaði Telsu bílanna sem The Guardian rekur til drauma Elon Musks um að framleiða framúrstefnulega bíla sem kemur oft á kostnað öryggis. Þar á meðal eru nokkur dæmi um dauðsföll ökumanna Teslu-bíla vegna þess að innfelldu handföng bílanna opnuðust ekki eins og á að gerast eftir árekstra. Ekki var hægt að bjarga ökumönnunum úr bílunum vegna gallans sem hefur leitt til nokkurra dauðsfalla.

EuroNCAP árekstursprófar alla nýja bíla á markaði í Evrópu og metur öryggi þeirra. Þar eru allir bílar Teslu með fimm stjörnur af fimm mögulegum í öryggiseinkunn. Þrátt fyrir það voru allir bílar Teslu með sjálfstýringarbúnað innkallaðir í desember árið 2023 fyrir galla í búnaðinum. Tesla segist hafa lagað gallann með uppfærslu á tölvubúnaðinum en slys vegna sjálfstýringarbúnaðarins og sjálfvirku stýringaraðstoðarinnar halda áfram að safnast upp.

Raunin virðist þó önnur á Íslandi, Teslur lenda ekki í fleiri árekstrum en aðrar bílategundir. Í samskiptum Mannlífs við Samgöngustofu Íslands kom í ljós að enginn marktækur munur er á bílategundum þegar kemur að árekstrum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Líkfundur á Kanarí
Heimur

Líkfundur á Kanarí

Veiðimaður tilkynnti málið til lögreglu
Heimili Einars Ben selt fyrir 445 milljónir
Myndir
Peningar

Heimili Einars Ben selt fyrir 445 milljónir

Áhöfn Húna II minnist Tryggva Ingimarssonar
Minning

Áhöfn Húna II minnist Tryggva Ingimarssonar

Ákærður fyrir að hafa brotið bein sambýliskonu sinnar
Innlent

Ákærður fyrir að hafa brotið bein sambýliskonu sinnar

Helga Vala gagnrýnir málþóf um kílómetragjald
Pólitík

Helga Vala gagnrýnir málþóf um kílómetragjald

Þórir Þorsteinsson er fallinn frá
Minning

Þórir Þorsteinsson er fallinn frá

Tveir ákærðir fyrir að stela rándýrum verkfærum
Innlent

Tveir ákærðir fyrir að stela rándýrum verkfærum

„Ég ætla að drepa þig tík“
Innlent

„Ég ætla að drepa þig tík“

Óljóst hvort stjórnarformaður RÚV hafi orðið fyrir þrýstingi vegna Eurovision
Innlent

Óljóst hvort stjórnarformaður RÚV hafi orðið fyrir þrýstingi vegna Eurovision

Amma Hauks í lykilhlutverki í nýju myndbandi
Myndband
Menning

Amma Hauks í lykilhlutverki í nýju myndbandi

Þriggja ára stúlka skotin til bana á Gaza
Heimur

Þriggja ára stúlka skotin til bana á Gaza

Heimur

Líkfundur á Kanarí
Heimur

Líkfundur á Kanarí

Veiðimaður tilkynnti málið til lögreglu
Kona grunuð um að eitra fyrir samstarfsfélögum í Uppsala
Heimur

Kona grunuð um að eitra fyrir samstarfsfélögum í Uppsala

Þriggja ára stúlka skotin til bana á Gaza
Heimur

Þriggja ára stúlka skotin til bana á Gaza

Menntskælingur ákærður fyrir að kveikja í heimilislausum manni
Heimur

Menntskælingur ákærður fyrir að kveikja í heimilislausum manni

Úkraínskir stríðsfangar beittir kerfisbundnu ofbeldi og pyntingum í rússneskum fangelsum
Heimur

Úkraínskir stríðsfangar beittir kerfisbundnu ofbeldi og pyntingum í rússneskum fangelsum

Eminem bað Kate Winslet að raka á honum rassinn
Myndband
Heimur

Eminem bað Kate Winslet að raka á honum rassinn

Loka auglýsingu