1
Heimur

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu

2
Fólk

Halldórshús í Mosfellsbæ sett á sölu

3
Innlent

Seðlabankastjóri rannsakaður

4
Fólk

„Kastalinn“ í Kópavogi falur

5
Pólitík

Snorri skýtur til baka á Egil Helgason

6
Innlent

Illugi segir frá hrottalegum örlögum heillar fjölskyldu

7
Innlent

Alþingismanni ekki borist kæra

8
Heimur

Lík fundið í yfirgefnum brunni á Tenerife

9
Innlent

Egill skilur ekki Snorra Másson

10
Landið

Minnisvarði um flugslys í Glerárdal afhjúpaður á sunnudag

Til baka

Þeir sem skemma Teslur verði sendir til El Salvador

Donald Trump hótar brottflutningi mótmælenda sem skemma Teslur.

Elon Musk
Elon MuskHefur styrkt forsetaframboð Donalds Trumps um ígildi 39 milljarða íslenskra króna.
Mynd: Shutterstock

Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf í skyn í dag að fólk sem skemmir eigur Tesla - bílamerkis í eigu bandamanns hans, milljarðamæringsins Elons Musk - gæti verið vísað úr landi til El Salvador í stærsta fangelsi heimsálfunnar, sem þar er að finna.

„Ég hlakka til að sjá þessa veiku hryðjuverkaglæpamenn fá 20 ára fangelsisdóma fyrir það sem þeir eru að gera við Elon Musk og Tesla,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðlinum Truth Social.

„Kannski gætu þeir afplánað dómana í fangelsum El Salvador, sem hafa nýlega orðið svo fræg fyrir svo yndislegar aðstæður!“ bætti hann við, og vísaði þar til mið-ameríkuríkisins sem er þekkt fyrir harkalega meðferð á glæpamönnum.

Ummæli Trumps sýna enn sterkari stuðning stjórnar hans við Musk, sem hefur klofið Bandaríkjamenn með því að vera ókjörinn auðjöfur sem hefur leitt miskunnarlaust niðurskurðarátak í forsvari svokallaðs Ráðuneytis skilvirkni ríkisins (DOGE).

Skemmdir hafa verið unnar á nokkrum Tesla-umboðum um öll Bandaríkin undanfarnar vikur og hlutabréfaverð fyrirtækisins hefur hrunið síðastliðinn mánuð, þó það sé á svipuðum slóðum og áður en Trump var kjörinn forseti í nóvember.

Pam Bondi dómsmálaráðherra lýsti skemmdarverkum gegn Tesla sem „innlendum hryðjuverkum“ í opinberri stuðningsyfirlýsingu við Musk fyrr í vikunni.

Á fimmtudaginn tilkynnti hún að ótilgreind ákæra hefði verið gefin út á hendur þremur einstaklingum sem sakaðir eru um að ráðast á Tesla-bíla, sem getur varðað fimm til 20 ára fangelsi.

Hinir þrír ákærðu, sem ekki voru nafngreindir, „munu finna fyrir fullum þunga laganna“ fyrir að nota Molotov-kokteila til að kveikja í Tesla-bifreiðum og hleðslustöðvum í Oregon, Colorado og Suður-Karólínu, sagði í yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins.

Trump, í fordæmalausri vörukynningu sitjandi forseta, reyndi að auka sölu Tesla fyrr í þessum mánuði með því að breyta Hvíta húsinu í stuttan tíma í sýningarsal og tilkynna að hann væri að kaupa einn af rafmagnsbílunum.

Tillaga hans um að fangelsa þá sem skemma Tesla-bíla í El Salvador er sérstaklega áhrifarík eftir að bandarískir embættismenn flugu með meira en 200 meinta gengismeðlimi úr landi, til þess að fangelsa þá við slæmar aðstæður í fangelsi landsins.

Aðgerðin olli uppnámi þar sem hún virtist brjóta gegn úrskurði bandarísks dómstóls sem stöðvaði flugferðirnar - þó að stjórn Trumps haldi því fram að hún hafi verið lögleg.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Múlaþing fordæmir líkamsárásina á barnaníðinginn
Innlent

Múlaþing fordæmir líkamsárásina á barnaníðinginn

Múlaþing ítrekar skyldur sínar við úthlutun húsnæðis
Grunaður morðingi Charlie Kirk handtekinn
Heimur

Grunaður morðingi Charlie Kirk handtekinn

Stefnumót við djöfulinn í Spönginni
Menning

Stefnumót við djöfulinn í Spönginni

Snorri skýtur til baka á Egil Helgason
Pólitík

Snorri skýtur til baka á Egil Helgason

Þriggja ára innbyrti kókaín á leikskóla
Heimur

Þriggja ára innbyrti kókaín á leikskóla

Lík fundið í yfirgefnum brunni á Tenerife
Heimur

Lík fundið í yfirgefnum brunni á Tenerife

„Sigurður Ingi gengur með sóma af vellinum hvenær sem hann fer“
Pólitík

„Sigurður Ingi gengur með sóma af vellinum hvenær sem hann fer“

Repúblikanar fella tillögu um að birta Epstein-skjöl
Heimur

Repúblikanar fella tillögu um að birta Epstein-skjöl

Alþingismanni ekki borist kæra
Innlent

Alþingismanni ekki borist kæra

„Kastalinn“ í Kópavogi falur
Fólk

„Kastalinn“ í Kópavogi falur

Fimm vísbendingar í leitinni að morðingja Charlie Kirk
Heimur

Fimm vísbendingar í leitinni að morðingja Charlie Kirk

Starfsmenn álversins á Reyðarfirði kjósa um verkfall
Landið

Starfsmenn álversins á Reyðarfirði kjósa um verkfall

Heimur

Grunaður morðingi Charlie Kirk handtekinn
Heimur

Grunaður morðingi Charlie Kirk handtekinn

Fjölskyldumeðlimur er sagður hafa sagt til hans
Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu
Heimur

Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu

Þriggja ára innbyrti kókaín á leikskóla
Heimur

Þriggja ára innbyrti kókaín á leikskóla

Lík fundið í yfirgefnum brunni á Tenerife
Heimur

Lík fundið í yfirgefnum brunni á Tenerife

Repúblikanar fella tillögu um að birta Epstein-skjöl
Heimur

Repúblikanar fella tillögu um að birta Epstein-skjöl

Fimm vísbendingar í leitinni að morðingja Charlie Kirk
Heimur

Fimm vísbendingar í leitinni að morðingja Charlie Kirk

Loka auglýsingu