
Vatnavextir í KýlingavatniBjörgunarsveitin Þorbjörn aðstoðar ferðamenn á svæðinu
Mynd: Landsbjörg
Gríðarlegir vatnavextir eru í Kýlingavatni vegna mikilla rigninga að Fjallabaki en björgunarsveitin Þorbjörn frá Grindavík hefur staðið hálendisvakt á svæðinu í allan dag og aðstoðað ferðamenn.
Eins og sjá má á myndskeiði frá Landsbjörgu nær vatnið yfir veginn en venjulega er eitthvað um 20 metrar í vatnið frá veginum.
Samkvæmt upplýsingum Mannlífs hefur landvörður á svæðinu að mestu tekið að sér að ráðleggja ferðamönnum í Landmannalaugum en flestir hafa ákveðið að bíða með að ganga Laugaveginn en þó ekki allir.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment