
Þorleifur Pálsson, fyrrverandi sýslumaður, er fallinn frá en mbl.is greinir frá andláti hans.
Þorleifur fæddist í Öxarfirði á 17. júní árið 1938. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1960 hóf hann nám í Háskóla Íslands þar sem hann lærði lögfræði. Hann útskrifaðist þaðan árið 1968 og fór til Noregs í framhaldsnám í stjórnsýslurétti.
Hann starfaði lengst í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu áður en hann var skipaður sýslumaður í Kópavogi árið 1992. Hann gegndi því embætti til 2008.
Þorleifur var mikill hestamaður og söngfugl. Hann söng meðal annars með Karlakórnum Fóstbræðrum frá 1974 og stundaði hestamennsku í meira en 50 ár.
Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment