1
Heimur

Rannsókn hafin eftir að ungur piltur lést í haldi lögreglu

2
Innlent

Kona flutt á bráðamóttökuna

3
Innlent

Andri Snær rífur í sig nýju göngubrúna við Sæbraut

4
Innlent

Tjöruhúsið opið aftur eftir að Skatturinn innsiglaði staðinn

5
Innlent

Bubbi líkir hraðbankaræningjum við Hróa Hött

6
Peningar

Landsbjörg segir fréttir af ofurlaunum framkvæmdarstjórans villandi

7
Innlent

Drukkin börn við grunnskóla

8
Heimur

Kínverskt gervihunang flæðir inn í Evrópu

9
Mannlífið

Kaffivagninn opnar aftur í breyttu útliti

10
Innlent

Boðar til mótmæla fyrir ríkisstjórnarfund og hvetur til stuðnings í Reykjavíkurmaraþoninu

Til baka

Þrettán ára stúlka lýsir skelfilegri reynslu í flóðunum í Texas

„Þetta leit ekki lengur út eins og Camp Mystic.“

Stella Thompson
Stella og móðir hennarEyðileggingin er gríðarleg eftir flóðið
Mynd: Samsett mynd

Þrettán ára stúlka sem lifði af skyndiflóðið í Texas 4. júlí, lýsir þeirri óvissu og ótta sem sem hún og vinir hennar upplifðu á meðan þau biðu eftir björgunarsveitum.

Alls létust 27 börn og leiðbeinendur kristilegra sumarbúða í flóðinu sem reið yfir Texas þann 4. júlí. Stella Thompson, 13 ára, er ein af þeim sem lifði af.

„Það var óvissan sem skók okkur mest í kofanum okkar,“ sagði Thompson við NBC News í Dallas Fort-Worth í gær 7. júlí. Hún rifjaði einnig upp viðbrögð stúlknanna í kofanum þegar þær fréttu að fólk við Guadalupe-ána væri í meiri hættu og þegar byrjað var að flytja það á brott. „Þegar við fengum þær fréttir urðum við allar nærri því stjórnlausar. Kofinn var fullur af bænum og skelfingu, en ekki vegna okkar sjálfra.“

Þó að Thompson segist hafa haft áhyggjur af velferð annarra, viðurkenndi hún að það hafi verið erfitt að átta sig á alvarleika ástandsins á meðan það stóð yfir, þar sem henni var sagt að vera inni í skálanum við Cypress Lake og bíða eftir hjálp.

„Á meðan þetta stóð yfir fann ég eiginlega bara dofa,“ sagði hún. „Að segja þetta upphátt fær mig til að átta mig á því hvað í raun gerðist og hversu hræðilegt þetta var.“

Thompson, sem var að koma í sjötta sinn í sumarbúðirnar, en hópurinn hennar var fluttur í öruggt skjól seinnipart kvöldsins með herflutningabílum. Þá fyrst sá hún eyðilegginguna með eigin augum.

„Þú sást kajaka uppi í trjám,“ útskýrði hún. „Það var eiginlega hryllilegt, við höfðum enga hugmynd. Sumir sáu jafnvel ferðatöskur eða farangur fast í ruslinu. Og svo voru björgunarmenn í vatninu að draga sængur stúlknanna upp.“

Hún bætti við að „risastór tré“ hefðu „rifnað upp með rótum“, og sagði: „Þetta leit ekki lengur út eins og Camp Mystic.“

Flóðið í Texas er orðið eitt mannskæðasta sem dunið hefur yfir Bandaríkin í rúm 100 ár, og samkvæmt NBC News hafði fjöldi látinna náð 104 manns þann 7. júlí. Rigningarnar ollu vatnshæðaraukningu um 20–26 fet í Guadalupe ánni og miklum skemmdum á eignum og innviðum.

Camp Mystic, sem hýsti 750 börn þegar flóðið skall á, sendi frá sér yfirlýsingu þann 7. júlí vegna hörmungarinnar.

„Camp Mystic syrgir missi 27 barna og leiðbeinenda í kjölfar þessa skelfilega flóðs í Guadalupe ánni,“ segir í yfirlýsingunni á vef búðanna. „Hjörtun okkar eru brostin með fjölskyldunum sem þurfa að ganga í gegnum þessa ólýsanlegu sorg. Við biðjum stöðugt fyrir þeim.“

@nbcnews 13-year-old Stella Thompson describes what it was like to leave Camp Mystic amid the catastrophic flooding in #Texas ♬ original sound - nbcnews
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag
Myndir
Menning

Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag

Jói P og Króli skemmtu ungmennum ásamt öðrum listamönnum í sólinni í dag
Gæsluvarðhaldi yfir leikskólastarfsmanninum framlengt um viku
Innlent

Gæsluvarðhaldi yfir leikskólastarfsmanninum framlengt um viku

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn
Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn

Formaður Neytendasamtakanna hugsi yfir stýrivöxtunum
Peningar

Formaður Neytendasamtakanna hugsi yfir stýrivöxtunum

Boðar til mótmæla fyrir ríkisstjórnarfund og hvetur til stuðnings í Reykjavíkurmaraþoninu
Innlent

Boðar til mótmæla fyrir ríkisstjórnarfund og hvetur til stuðnings í Reykjavíkurmaraþoninu

Þrír erlendir karlmenn dæmdir í fangelsi fyrir innflutning kókaíns
Innlent

Þrír erlendir karlmenn dæmdir í fangelsi fyrir innflutning kókaíns

Sósíalistaflokkurinn vill tilnefna Francescu Albanese til friðarverðlauna Nóbels
Innlent

Sósíalistaflokkurinn vill tilnefna Francescu Albanese til friðarverðlauna Nóbels

Sólveig Anna hjólar í borgarstjóra vegna leikskólastarfsmannsins
Innlent

Sólveig Anna hjólar í borgarstjóra vegna leikskólastarfsmannsins

Kaffivagninn opnar aftur í breyttu útliti
Mannlífið

Kaffivagninn opnar aftur í breyttu útliti

Jóhann Friðrik Antonsson er fallinn frá
Minning

Jóhann Friðrik Antonsson er fallinn frá

Drukkin börn við grunnskóla
Innlent

Drukkin börn við grunnskóla

Tjöruhúsið opið aftur eftir að Skatturinn innsiglaði staðinn
Innlent

Tjöruhúsið opið aftur eftir að Skatturinn innsiglaði staðinn

Landsbjörg segir fréttir af ofurlaunum framkvæmdarstjórans villandi
Peningar

Landsbjörg segir fréttir af ofurlaunum framkvæmdarstjórans villandi

Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn
Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn

Tvennt í haldi lögreglu
Norrænu læknafélögin: Hrun heilbrigðiskerfis á Gaza er neyðarástand
Heimur

Norrænu læknafélögin: Hrun heilbrigðiskerfis á Gaza er neyðarástand

Óvíst hvort Ísraelar samþykki vopnahléssamninginn
Heimur

Óvíst hvort Ísraelar samþykki vopnahléssamninginn

Rannsókn hafin eftir að ungur piltur lést í haldi lögreglu
Heimur

Rannsókn hafin eftir að ungur piltur lést í haldi lögreglu

Kínverskt gervihunang flæðir inn í Evrópu
Heimur

Kínverskt gervihunang flæðir inn í Evrópu

„Truflandi“ skilaboð milli lækna í máli Matthew Perry opinberuð
Heimur

„Truflandi“ skilaboð milli lækna í máli Matthew Perry opinberuð

Loka auglýsingu