
SvelgurinnÞrjátíu metra djúpur svelgurinn
Mynd: Facebook
Björgunarsveitin Hellu vekur athygli á gríðarlega djúpum svelgjum sem myndast hafa á Fjallabaki.
Að því er fram kemur í Facebook-færslu björgunarsveitarinnar hafa myndast svelgir við Hábarm á Fjallabaki en annar þeirra er um 30 metra djúpur. Segir í færslunni að leiðin sé vinsæl sleðaleið á veturna og því þurfi að hafa varann á.
Hér má sjá færsluna:
„Okkur langar að vekja athygli á þessum svelgjum sem eru í illagilsbotnum norðaustan við Hábarm á Fjallabaki. Þetta er vinsæl sleðaleið á veturna.
Stærri svelgurinn er um 30 metra djúpur. Snemmvetrar gæti skapast hætta þarna áður en þetta hverfur undir snjó.“
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment