
Vísindamenn í Bretlandi hafa nú þróað erfðabreytta banana sem verða ekki brúnir. Þetta kemur fram í frétt Bændablaðsins.
Það er breska fyrirtækið Tropic sem þróa bananana og hefur fengið heimild til að rækta þá á Filippseyjum. Bananarnir koma sér vel í baráttunni gegn matarsóun, segja forsvarsmenn fyrirtækisins. Bananarnir eiga að haldast ferskir í tólf klukkustundir eftir að þeir hafa verið afhýddir. Þá eiga þeir að þola meira hnjask í flutningum án þess að verða brúnir.
Aukreitist hefur Tropið þróað banana sem eru lengur að þroskast en venjulegir bananar en þeir bananar eru væntanlegir á markaði á þessu ári. Fulltrúar Tropic segja að bananar séu fjórða mest rætkaða nytjaplanta heimsins en um leið ein af þeim matvörum sem hefur hvað minnsta geymsluþolið. Því er haldið fram að allt að helmingur banana fari til spillist og nýtist ekki sem fæða.
Í Bændablaðinu kemur fram að erfðabreytingin felist í því að fjarlægja gen sem stjórnar framleiðslu ensíma sem nefnast Polyphenol oxidase og gefa banönum brúnan lit. Þá hefur sömu erfðabreytingu verið beitt til að stöðva framleiðslu sömu ensíma í eplum sem hafa verið til sölu í Bandaríkjunum frá 2017. Þá hefur minnkuð framleiðsla á Polyphenol oxidase einnig gefið góða raun við framleiðslu á sveppum, tómötum, melónum og kíví.
Komment