1
Heimur

Móðir fullviss um að lík sonar hennar sé til sýnis á safni

2
Heimur

Barnabarn JFK greindist með ólæknandi bráðahvítblæði

3
Innlent

Seinheppinn glæpon gleymdi grunsamlegri tösku á glámbekk

4
Minning

Jón Ásgeirsson tónskáld er fallinn frá

5
Heimur

Líkið í bifreið D4vd frosið og limlest

6
Heimur

Feldman opnar sig um „eitraða stemmningu“ bakvið tjöldin í Dancing With the Stars

7
Heimur

Takmarka upplýsinga­miðlun til Bandaríkjanna vegna aðgerða í Venesúela

8
Pólitík

„Hvar liggur Samspillingin?“

9
Innlent

Kynfræðsla lykillinn að því að börn greini ofbeldi og segi frá að mati Uglu

10
Fólk

Linda Ben elskar jólin

Til baka

Þúsundir flýja al-Fashir eftir fall borgarinnar

Konur og börn myrt og misþyrmt í Darfur

Darfur, Súdan
DarfurÞúsundir flóttamanna búa við bág kjör í Darfur
Mynd: Shutterstock

Súdanskar konur sem neyddust til að flýja höfuðborg Norður-Darfur, al-Fashir, um helgina lýsa hryllilegri reynslu sinni af sprengjuárásum og byssuskotum þegar þær reyndu að komast undan.

Borgin féll á sunnudag í hendur Rapid Support Forces (RSF), vígasveitum sem starfa sjálfstætt frá hernum, eftir 18 mánaða umsátur.

Að sögn sjónarvotta fóru RSF-liðar hús úr húsi í árásinni, börðu og skutu fólk, þar á meðal konur og börn.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að yfir 26.000 íbúar hafi náð að flýja borgina. Þeir komu örmagna og þyrstir til bæjarins Tawila, um 60 kílómetra vestur af al-Fashir.

Aðstæður í flóttamannabúðunum þar eru mjög erfiðar, þar dvelja þegar meira en 650.000 manns sem hafa verið hraktir á vergang vegna átaka. Fjölskyldur eru neyddar til að búa í bráðabirgðatjöldum á opnum svæðum, margar án allra eigna eftir að hafa verið rændar á flóttanum.

„Ég kom hingað berfætt, þau tóku jafnvel skóna mína,“ sagði Aisha Ismael, sem flúði borgina á laugardag.

Sameinuðu þjóðirnar greindu frá því að þær hefðu fengið trúverðugar skýrslur um fjölda grimmdarverka, þar á meðal aftökur án dóms og laga og kynferðisofbeldi gegn konum og stúlkum.

Al-Fashir var síðasta höfuðborg Darfur-héraðanna fimm sem féll í hendur RSF, sem stjórnað er af hershöfðingjanum Mohammed Hamdan Daglo. Vígasveitir hans hafa háð stríð við súdanska herinn í meira en tvö ár, í baráttu um yfirráð í landinu sem Sameinuðu þjóðirnar telja hafa kostað yfir 40.000 manns lífið.

Stríðið hefur jafnframt valdið versta mannúðarkrísu heims, þar sem hungursneyð ríkir nú á stórum svæðum landsins, þar á meðal í al-Fashir.

Meira en 14 milljónir manna hafa flúið heimili sín, bæði innanlands og til nágrannaríkja.

Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) rannsakar nú bæði RSF og súdanska herinn vegna meintra stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu sem framdir hafa verið í átökunum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Móðir fullviss um að lík sonar hennar sé til sýnis á safni
Heimur

Móðir fullviss um að lík sonar hennar sé til sýnis á safni

Safnið neitar fullyrðingunum
Kvikmyndahúsin enn í vanda
Peningar

Kvikmyndahúsin enn í vanda

„Hvar liggur Samspillingin?“
Pólitík

„Hvar liggur Samspillingin?“

Takmarka upplýsinga­miðlun til Bandaríkjanna vegna aðgerða í Venesúela
Heimur

Takmarka upplýsinga­miðlun til Bandaríkjanna vegna aðgerða í Venesúela

Feldman opnar sig um „eitraða stemmningu“ bakvið tjöldin í Dancing With the Stars
Heimur

Feldman opnar sig um „eitraða stemmningu“ bakvið tjöldin í Dancing With the Stars

Líkið í bifreið D4vd frosið og limlest
Heimur

Líkið í bifreið D4vd frosið og limlest

Seinheppinn glæpon gleymdi grunsamlegri tösku á glámbekk
Innlent

Seinheppinn glæpon gleymdi grunsamlegri tösku á glámbekk

Barnabarn JFK greindist með ólæknandi bráðahvítblæði
Heimur

Barnabarn JFK greindist með ólæknandi bráðahvítblæði

Jón Ásgeirsson tónskáld er fallinn frá
Minning

Jón Ásgeirsson tónskáld er fallinn frá

Ísrael drap að minnsta kosti 22 Palestínumenn á síðasta sólarhring
Myndband
Heimur

Ísrael drap að minnsta kosti 22 Palestínumenn á síðasta sólarhring

Kynfræðsla lykillinn að því að börn greini ofbeldi og segi frá að mati Uglu
Innlent

Kynfræðsla lykillinn að því að börn greini ofbeldi og segi frá að mati Uglu

Kona á Kanarí handtekin eftir rán með sveðju
Heimur

Kona á Kanarí handtekin eftir rán með sveðju

Heimur

Móðir fullviss um að lík sonar hennar sé til sýnis á safni
Heimur

Móðir fullviss um að lík sonar hennar sé til sýnis á safni

Safnið neitar fullyrðingunum
Ísrael drap að minnsta kosti 22 Palestínumenn á síðasta sólarhring
Myndband
Heimur

Ísrael drap að minnsta kosti 22 Palestínumenn á síðasta sólarhring

Takmarka upplýsinga­miðlun til Bandaríkjanna vegna aðgerða í Venesúela
Heimur

Takmarka upplýsinga­miðlun til Bandaríkjanna vegna aðgerða í Venesúela

Feldman opnar sig um „eitraða stemmningu“ bakvið tjöldin í Dancing With the Stars
Heimur

Feldman opnar sig um „eitraða stemmningu“ bakvið tjöldin í Dancing With the Stars

Líkið í bifreið D4vd frosið og limlest
Heimur

Líkið í bifreið D4vd frosið og limlest

Barnabarn JFK greindist með ólæknandi bráðahvítblæði
Heimur

Barnabarn JFK greindist með ólæknandi bráðahvítblæði

Loka auglýsingu