1
Minning

Lárus Björn Svavarsson lést í dag

2
Peningar

Heiðrún Lind svarar Jóni Gnarr fullum hálsi

3
Innlent

Einn maður á bráðamóttöku eftir eldsvoða í Hólahverfi

4
Pólitík

„Sjálfstæðismenn hafa sig nú að fíflum dag eftir dag í pontunni“

5
Heimur

Vítisenglar syrgja fallinn félaga

6
Heimur

Þúsundir Ísraela mótmæla í Tel Aviv

7
Innlent

Starfsmaður verslunar sleginn

8
Sport

Glímugoðsögnin Sabu látin, aðeins þremur vikum eftir kveðjuglímuna

9
Heimur

Þýddi grein eftirlifanda Helfararinnar sem styður Palestínu

10
Heimur

Ísrael varar við einhliða viðurkenningu á Palestínu - Boðar eigin aðgerðir

Til baka

Þúsundir Ísraela mótmæla í Tel Aviv

Krefjast vopnahlés og frelsunar gísla á Gaza

AFP__20250510__468E67F__v2__HighRes__TopshotIsraelPalestinianConflictDemonstrationHo
Frá mótmælunumMótmælandi í gervi Donalds Trump.
Mynd: JACK GUEZ/AFP

Þúsundir Ísraela komu saman á mótmælafundi í miðborg Tel Aviv þar sem krafist var þess að Ísraelsstjórn stöðvaði stríðið í Gasasvæðinu og tryggði tafarlausa lausn ísraelskra gísla sem þar eru í haldi.

Samkvæmt ísraelska dagblaðinu Haaretz fór vikulegur mótmælafundur samtakanna „Hostages and Missing Families Forum“ fram á svokölluðum „Gíslatorgi“ í Tel Aviv í gær, á sama tíma og aðstandendur gísla héldu einnig mótmæli fyrir utan höfuðstöðvar ísraelska hersins.

Auk þess fór fram sérstakur mótmælafundur gegn ríkisstjórninni á Habima-torgi í borginni.

AFP__20250510__468J2XK__v1__HighRes__IsraelPalestinianConflictDemonstrationHostages
Mótmælin í gærÞúsundir Ísraela mótmæltu ríkisstjórn landsins.
Mynd: JACK GUEZ/AFP

Times of Israel greinir frá því að Shai Mozes, sem missti báða foreldra sína í haldi Hamas en þeir voru síðar leystir úr gíslingu í tveimur aðskildum skiptum, hafi sagt á Habima-torgi að „raunverulegi óvinur Ísraels sé ekki Hamas heldur forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu sem sé að rústa Ísrael sem gyðinga- og lýðræðisríki.“

Fréttaritari Al Jazeera, Hamdah Salhut, greindi frá því í Amman, Jórdaníu, að aðstandendur gísla telji Netanyahu halda stríðinu áfram í eigin þágu, bæði persónulegum og pólitískum, og að hann sé óviljugur að fallast á nokkurn friðarsamning.

„Enn eru 59 gíslar í haldi á Gaza. Af þeim hafa ísraelsk yfirvöld staðfest dauða 35, 21 eru talin á lífi og um afdrif þriggja er ekkert vitað,“ sagði hún.

Ísraelsk yfirvöld hafa lýst því yfir að frekari hernaðaraðgerðir á Gaza standi fyrir dyrum og að ekki standi til að semja um vopnahlé að svo stöddu. Þau telja að best sé að frelsa gíslana með hervaldi, en aðstandendur gíslanna og stór hluti ísraelsks almennings eru ósammála þeirri stefnu.

Eftir að Netanyahu tilkynnti á mánudag um auknar árásir á Gaza gagnrýndu „Hostages and Missing Families Forum“ áformin harðlega og sögðu að með því væri verið að „fórna“ gíslunum sem enn eru í haldi þar.

Haaretz greinir einnig frá því að mótmæli hafi verið skipulögð víðar um Ísrael, meðal annars í Jerúsalem, Haifa og Beersheba, auk tugi annarra staða og gatnamóta.

Sama dag birti hernaðarvængur Hamas myndband þar sem tveir ísraelskir gíslar eru sýndir á lífi. Annar þeirra hvatti ísraelsku ríkisstjórnina til að binda enda á 19 mánaða langt stríðið.

Ísraelskir fjölmiðlar greindu frá því að mennirnir á myndbandinu væru Elkana Bohbot og Yosef Haim Ohana.

Á þriggja mínútna myndbandinu má sjá Bohbot, 36 ára, liggja veikburða á gólfi vafinn inn í teppi. Ohana, 24 ára, talar hebresku í myndbandinu og hvetur ríkisstjórnina til að binda endi á stríðið og tryggja frelsun allra sem enn eru í haldi.

Báðir voru teknir höndum af vígamönnum Hamas á tónlistarhátíð í Suður-Ísrael 7. október 2023.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Lögreglan, ljós
Innlent

Tvær konur handteknar vegna heimilisofbeldis

Lalli Johns
Minning

Lárus Björn Svavarsson lést í dag

Putin and Zelensky
Heimur

Fyrsti fundur Zelenskys og Pútíns í augsýn

Sabu
Sport

Glímugoðsögnin Sabu látin, aðeins þremur vikum eftir kveðjuglímuna

Heiðrún Lind Marteinsdóttir
Peningar

Heiðrún Lind svarar Jóni Gnarr fullum hálsi

497446671_10161717003568590_6171254970339352924_n
Heimur

Þýddi grein eftirlifanda Helfararinnar sem styður Palestínu

AFP__20250511__469873K__v1__HighRes__IsraelGermanyDiplomacy
Heimur

Ísrael varar við einhliða viðurkenningu á Palestínu - Boðar eigin aðgerðir

Screenshot 2025-05-11 095009
Heimur

Vítisenglar syrgja fallinn félaga