
Frá Taybeh í morgunTrúarleiðtogar og sendifulltrúar yfir 20 landa heimsóttu Taybeh í dag
Mynd: ZAIN JAAFAR / AFP
Trúarleiðtogar og diplómatískir fulltrúar frá yfir tuttugu löndum, þar á meðal Bretlandi, Rússlandi, Kína, Japan, Jórdaníu og Evrópusambandinu, hyggjast heimsækja Taybeh, sem er austan við Ramallah á hernumda Vesturbakkanum.
Í Taybeh mun Abdullah Jórdaníukonungur, sem hefur forræði yfir helgum stöðum í Palestínu, flytja ávarp.
Leiðtogar kristinna kirkna í Palestínu hafa krafist þess að ísraelskir landnemar verði dregnir til ábyrgðar fyrir árás á bæinn og spurt hvers vegna ísraelska lögreglan hafi ekki brugðist við ákalli íbúa um vernd.
Á föstudag drápu ísraelskir landnemar tvo palestínska karlmenn í Taybeh; annar var barinn til bana og hinn skotinn í brjóstið.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment