1
Innlent

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu

2
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

3
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

4
Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki

5
Menning

Misþyrming á Selfossi

6
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

7
Heimur

Einn látinn eftir slys á Tenerife

8
Peningar

Snjallsímum velt úr sessi sem jólagjöf ársins

9
Innlent

Drífa Kristín metin hæfust

10
Fólk

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu

Til baka

Truflandi hvað áhugi á Evrópumóti kvenna er lítill hér á landi

Hafliði Breiðfjörð er óánægður með það hversu litla athygli íslenska kvennalandsliðið fær og segir afturför í þeim málum hafa átt sér stað hjá fjölmiðlum hér á landi sem fjalla mikið um íþróttir

Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð (til hægri)Vill veg kvennalandsliðsins sem mestan
Mynd: KSÍ

Hafliði Breiðfjörð hefur gegnt lykilhlutverki í þróun og vexti Fótbolti.net frá því þeim tíma er hann stofnaði vefinn árið 2002.

Hafliði átti 95 prósenta hlut í vefnum á móti knattspyrnuþjálfaranum Magnúsi Má Einarssyni, en þeir hafa báðir selt sinn hlut.

Þótt Hafliði hafi selt Fótbolta.net fylgist hann enn með íþróttalífinu hér á landi af miklum áhuga og eldmóð.

Hann er ekki sáttur við hversu litla umfjöllun og hvatningu íslenska kvennalandsliðið fær hér heima á Íslandi og segist sorgmæddur yfir stöðunni eins og hún blasi við honum í dag:

„Þau sem mig þekkja vita að ég hef alltaf lagt mikið uppúr að auka umfjöllun um kvennafótbolta og tel mig hafa verið mikinn brautryðjanda í því. Þess vegna truflar mig hvað áhugi á að gera komandi Evrópumóti kvenna hátt undir höfði er lítill.“

Hann segir að liðið hafi farið utan í morgun, spilar æfingaleik í Serbíu og fer svo á mótið stóra:

„Áður hefur KSÍ boðið fjölmiðlum að vera viðstaddir í Leifsstöð þegar liðið kveður í mótið. Núna hefur enginn fjölmiðill, né KSÍ sagt frá því. Bara leikmenn sjálfir á samfélagsmiðlum.“

Hafliði segir að hlutirnir hafi ekki alltaf verið slæmir:

„Ég man að fyrir fyrsta EM var Siggi Raggi [Sigurður Ragnar Eyjólfsson, innskot blm] þjálfari liðsins í stöðugu sambandi við mig, hvað getum við gert til að auka umfjöllun um mótið og hvað getur hann gert til að auðvelda okkur það. Núna er liðið að fara á mót þar sem möguleiki á að komast áfram er verulegur en samt virðist áhuginn á mótinu vera í sögulegu lágmarki. Liðið leikur lokaleik fyrir mót í Serbíu og tekur undirbúning þar.“

Hafliði segir að endingu að „minn gamli fjölmiðill, Fótbolti.net, er eini fjölmiðillinn sem ætlar að mæta þangað. Ég er eins og flest vita búinn að selja vefinn svo þetta verður fyrsta stórmótið í langan tíma sem ég mæti ekki á. Á EM 2022 voru fimm ljósmyndarar af íslenskum fjölmiðlum. Á EM 2025 verður einn, það er leiðinleg þróun.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Jeffrey Epstein: Donald „eyddi klukkutímum í húsi mínu með fórnarlambi mansals“
Heimur

Jeffrey Epstein: Donald „eyddi klukkutímum í húsi mínu með fórnarlambi mansals“

Demókratar birta tölvupósta Jeffrey Epstein um Bandaríkjaforseta.
Leikskólastarfsmaðurinn ákærður
Innlent

Leikskólastarfsmaðurinn ákærður

Heiðra minningu Gunnars Gunnarssonar á óvenjulegan máta
Menning

Heiðra minningu Gunnars Gunnarssonar á óvenjulegan máta

„Enginn andmælti því að það eigi að frelsissvipta fólk sem hefur ekkert gert af sér“
Pólitík

„Enginn andmælti því að það eigi að frelsissvipta fólk sem hefur ekkert gert af sér“

Einn látinn eftir slys á Tenerife
Heimur

Einn látinn eftir slys á Tenerife

Kallar eftir nýrri Búsáhaldabyltingu
Innlent

Kallar eftir nýrri Búsáhaldabyltingu

Drífa Kristín metin hæfust
Innlent

Drífa Kristín metin hæfust

Tárvotur Kimmel syrgir æskuvin sinn
Myndband
Heimur

Tárvotur Kimmel syrgir æskuvin sinn

Íslenskar konur prjóna fyrir börn á Gaza
Innlent

Íslenskar konur prjóna fyrir börn á Gaza

Hanna Katrín skipar nýja stjórn
Pólitík

Hanna Katrín skipar nýja stjórn

Snjallsímum velt úr sessi sem jólagjöf ársins
Peningar

Snjallsímum velt úr sessi sem jólagjöf ársins

Aðalmeðferð í morðmáli Margrétar Löf hefst eftir viku
Innlent

Aðalmeðferð í morðmáli Margrétar Löf hefst eftir viku

Innlent

Leikskólastarfsmaðurinn ákærður
Innlent

Leikskólastarfsmaðurinn ákærður

Er sakaður um tvö brot gegn einu barni
Þjófur gómaður í miðju innbroti
Innlent

Þjófur gómaður í miðju innbroti

Kallar eftir nýrri Búsáhaldabyltingu
Innlent

Kallar eftir nýrri Búsáhaldabyltingu

Drífa Kristín metin hæfust
Innlent

Drífa Kristín metin hæfust

Íslenskar konur prjóna fyrir börn á Gaza
Innlent

Íslenskar konur prjóna fyrir börn á Gaza

Aðalmeðferð í morðmáli Margrétar Löf hefst eftir viku
Innlent

Aðalmeðferð í morðmáli Margrétar Löf hefst eftir viku

Loka auglýsingu