
Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi í dag við framkvæmdastjóra Nató, Mark Rutte, um að Bandaríkin yfirtaki Grænland.
„Veistu, Mark, við þurfum það fyrir alþjóðaöryggi, ekki bara öryggi – alþjóðlegt. Margir af okkar uppáhaldsleikmönnum eru að sigla við ströndina og við verðum að fara varlega,“ sagði hann, þar sem þeir sátu hlið við hlið á skrifstofu forseta í Hvíta húsinu. „Við munum tala við ykkur,“ bætti hann við og sagði að Rutte myndi leika „lykilhlutverk“.
„Þegar kemur að því að Grænland gangi í Bandaríkin eða ekki, myndi ég halda mig frá þessari umræðu, því ég vil ekki draga Nató inn í það,“ svaraði Rutte.
Þegar Trump var spurður beint út í hvort hann teldi að innlimun Grænlands yrði að verueika, sagði hann: „Ég held að það muni gerast“.
Forsætisráðherra Grænlands, Mute Egede, brást illa við á Facebook í kjölfarið.
„Forseti Bandaríkjanna er aftur að viðra hugmyndir um að innlima okkur,“ sagði Egede. „Hættu að sýna okkur vanvirðingu. Nú er nóg komið.“
Trump ræddi sömuleiðis um að Kanada yrði eitt af ríkjum Bandaríkjanna.
Komment