
Donald Trump heldur áfram að boða yfirtöku Grænlands, þrátt fyrir að yfirvofandi heimsókn eiginkonu varaforseta Bandaríkjanna og þjóðaröryggisráðgjafa hafi verið illa tekið. Forsætisráðherra Grænlands, Múte Egede, hélt því fram í dag að heimsóknin væri „ögrun“.
„Þetta er vinsemd, ekki ögrun,“ sagði Trump í dag. „Við erum að eiga við fullt af fólki frá Grænlandi sem vilja sjá eitthvað gerast í tengslum við að vera almennilega vernduð og það verði séð vel um þau,“ bætti hann við. „Þeir eru að hringja í okkur. Við erum ekki að hringja í þá,“ fullyrti Trump í dag.
„Þar til nýlega gátum við treyst Bandaríkjamönnum, sem voru vinir okkar og bandamenn og sem við nutum þess að vinna með,“ sagði Egede í samtali við grænlenska miðilinn Sermitsiaq. „En sá tími er liðinn.“
Donald Trump heldur hins vegar áfram að boða yfirtöku á Grænlandi, með einum eða öðrum hætti. „Ég held að Grænland verði eitthvað sem er kannski í okkar framtíð,“ sagði Trump við blaðamenn í dag.
Komment