
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í dag út mikilvæga yfirlýsingu um stríðið í Úkraínu á meðan hann sat við hlið Mark Rutte, nýskipaðs framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins í Hvíta húsinu.
Trump lýsti því yfir að Bandaríkin myndu setja á svonefnda „aukaskatta“ (e. secondary tariffs) á Rússland ef ekki tækist að ná samkomulagi um lausn á átökunum innan 50 daga. Hann bætti við að hann væri „mjög, mjög óánægður“ með Rússland.
„Við munum grípa til mjög alvarlegra tolla ef við höfum ekki samkomulag innan 50 daga,“ sagði Trump enn fremur.
Þessi yfirlýsing kemur í kjölfar þess að Trump hafði gefið í skyn að hann myndi gefa út „stóra yfirlýsingu“ um stríðið á mánudag. Þrátt fyrir að hafa í gegnum tíðina átt í tiltölulega góðum samskiptum við Vladímír Pútín Rússlandsforseta, hefur Trump verið mjög afgerandi í þeim vilja sínum að binda enda á stríðið.
Þrátt fyrir þessi orð hefur honum enn ekki tekist að fá fram vopnahléi. Í apríl skoraði Trump á Pútín að „hætta“ eldflauga- og drónaárásum á Kænugarð og kallaði hann síðar „geðveikan“.
Komment