
Að minnsta kosti 25 manns létust þegar eldur kviknaði í lúxusrútu á hraðbraut í suðurhluta Indlands í morgun. Talið er að neistar frá mótorhjóli sem skall aftan á rútuna hafi orsakað sprengingu í eldsneytistanki.
Rúman tug farþega tókst að brjótast út úr brennandi rútunni og sluppu þeir með minni háttar meiðsli. Margir sváfu þegar slysið varð og náðu ekki að komast út áður en eldurinn lagði rútuna í rúst.
„Þegar reykurinn byrjaði að fylla rútuna stöðvaði bílstjórinn hana og reyndi að slökkva með slökkvitæki, en eldurinn var svo mikill að hann réð ekki við hann,“ sagði lögreglustjórinn Vikrant Patil.
Rútan var á leið milli Hyderabad og Bengaluru þegar slysið varð nálægt Kurnool-héraði. Lögregla hefur hafið rannsókn og forensics-teymi vinnur á vettvangi.
Narendra Modi forsætisráðherra hefur vottað aðstandendum samúð sína.
Slysið bætist í röð mannskæðra rútuslysa á síðustu dögum. Í vikunni létust 63 manns þegar tvær rútur rákust saman í Úganda og ollu keðjuárekstri á hraðbraut.

Komment