Nemendur og kennarar Acwsalcta skólans í Kanada eru heppnir að vera á lífi eftir að bjarndýr réðst á hóp þeirra sem var í gönguferð.
Árásin átti sér stað á göngustíg fyrir utan Bella Coola í Bresku-Kólumbíu í Kanada í gær og slösuðust 11 manns í árásinni í heildina og eru tveir þeirra í lífshættu samkvæmt kanadíska ríkissjónvarpinu.
Kennarar sem voru í ferðinni reyndu eftir bestu að verja börnin frá bjarndýrinu og hlaut einn kennari mesta áverka af öllum. Voru fjórir einstaklingar sem voru alvarlega slasaðir voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús.
Veronica Schooner, móðir 10 ára drengs sem var í ferðinni, segir að sonur hennar sé heppinn að vera á lífi en að björninn hafi verið nógu nálægt honum til þess að hann fyndi fyrir feldi dýrsins. Allir hafi verið í losti eftir árásina og margir hafi grátið.
Kanadísk yfirvöld hafa sagt að þau hafi ekki hugmynd um hvað varð um björninn eftir árásina en hans sé nú leitað.


Komment