1
Heimur

Móðir fullviss um að lík sonar hennar sé til sýnis á safni

2
Heimur

Barnabarn JFK greindist með ólæknandi bráðahvítblæði

3
Innlent

Seinheppinn glæpon gleymdi grunsamlegri tösku á glámbekk

4
Minning

Jón Ásgeirsson tónskáld er fallinn frá

5
Heimur

Líkið í bifreið D4vd frosið og limlest

6
Heimur

Feldman opnar sig um „eitraða stemmningu“ bakvið tjöldin í Dancing With the Stars

7
Heimur

Takmarka upplýsinga­miðlun til Bandaríkjanna vegna aðgerða í Venesúela

8
Pólitík

„Hvar liggur Samspillingin?“

9
Innlent

Kynfræðsla lykillinn að því að börn greini ofbeldi og segi frá að mati Uglu

10
Fólk

Linda Ben elskar jólin

Til baka

Tveir neita sök í máli um íkveikjur tengdar Keir Starmer

Ákærurnar tengjast þremur aðskildum atvikum sem áttu sér stað á fimm daga tímabili í maí.

Keir Starmer
Keir StarmerTveir af þremur grunuðum neita sök
Mynd: HENRY NICHOLLS / AFP

Tveir af þremur mönnum sem eru ákærðir fyrir að hafa skipulagt íkveikjur á tveimur heimilum og í bíl sem tengjast breska forsætisráðherranum Keir Starmer neituðu sök í dag fyrir breskum dómstólum.

Um er að ræða Úkraínumennina Roman Lavrynovych, 21 árs, og Petro Pochynok, 34 ára, sem báðir lýstu sig saklausa af samsæri um íkveikju með það að markmiði að stofna lífi fólks í hættu. Þeir gáfu formlega svör sín í gegnum myndbandafund úr Belmarsh-fangelsinu í suðaustur-Lundúnum.

Að sögn ákæruvaldsins er ekki verið að halda því fram að málið tengist hryðjuverkum eða hafi áhrif á þjóðaröryggi.

Þriðji maðurinn, Stanislav Carpiuc, 26 ára, sem er rúmenskur ríkisborgari fæddur í Úkraínu, mætti einnig fyrir dóminn en gaf ekki svar þar sem hann hafði sagt upp lögfræðingum sínum fyrr í vikunni.

Þremenningarnir sátu í sitthvoru herberginu í sama fangelsi og þurftu túlka til að eiga samskipti við dómstólinn, þar á meðal rússneskumælandi túlk fyrir Carpiuc.

Lavrynovych, sem sagður er hafa verið að hefja feril sem fyrirsæta, kom fram í gráum fangafötum. Pochynok og Carpiuc, sem er þakviðgerðarmaður að atvinnu, voru einnig í gráum fötum.

Dómstóllinn fékk upplýst að Carpiuc hefði þegar átt yfir tuttugu fundi með fyrri lögfræðingum sínum og sent inn „ófullnægjandi“ vitnisburð til dómstólsins, en hinir tveir hefðu ekki enn skilað inn neinum skjölum.

Réttarhöldin fóru fram í Old Bailey, þar sem dómari, Cheema-Grubb, skipaði öllum þremur sakborningunum að mæta aftur fyrir dóm þann 28. nóvember þegar næsta málsmeðferð fer fram. Reiknað er með að aðalmeðferð málsins hefjist á næsta ári.

„Þetta er alvarlegt mál,“ sagði dómarinn og bætti við að aðdragandinn væri „óljós“.

Ákærurnar tengjast þremur aðskildum atvikum sem áttu sér stað á fimm daga tímabili í maí.

Fyrsta atvikið var 8. maí þegar 2018 árgerð af Toyota Rav4, sem áður var í eigu Keir Starmer, áður en hann seldi hana nágranna sínum, fannst í logum á götu í Kentish Town í Norður-London.

Þremur dögum síðar kom upp eldur í íbúðahúsi í Islington sem tengdist forsætisráðherranum. Slökkviliðsmenn þurftu að bjarga einum einstaklingi með öndunargrímu.

Tólfta maí kom svo upp þriðji eldurinn, að þessu sinni við inngang að fjögurra herbergja húsi í Kentish Town sem Starmer hafði áður búið í með fjölskyldu sinni. Húsið, metið á um tvær milljónir punda, hafði þá verið leigt út eftir að Starmer flutti í Downingstræti 10 sumarið áður.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Móðir fullviss um að lík sonar hennar sé til sýnis á safni
Heimur

Móðir fullviss um að lík sonar hennar sé til sýnis á safni

Safnið neitar fullyrðingunum
Kvikmyndahúsin enn í vanda
Peningar

Kvikmyndahúsin enn í vanda

„Hvar liggur Samspillingin?“
Pólitík

„Hvar liggur Samspillingin?“

Takmarka upplýsinga­miðlun til Bandaríkjanna vegna aðgerða í Venesúela
Heimur

Takmarka upplýsinga­miðlun til Bandaríkjanna vegna aðgerða í Venesúela

Feldman opnar sig um „eitraða stemmningu“ bakvið tjöldin í Dancing With the Stars
Heimur

Feldman opnar sig um „eitraða stemmningu“ bakvið tjöldin í Dancing With the Stars

Líkið í bifreið D4vd frosið og limlest
Heimur

Líkið í bifreið D4vd frosið og limlest

Seinheppinn glæpon gleymdi grunsamlegri tösku á glámbekk
Innlent

Seinheppinn glæpon gleymdi grunsamlegri tösku á glámbekk

Barnabarn JFK greindist með ólæknandi bráðahvítblæði
Heimur

Barnabarn JFK greindist með ólæknandi bráðahvítblæði

Jón Ásgeirsson tónskáld er fallinn frá
Minning

Jón Ásgeirsson tónskáld er fallinn frá

Ísrael drap að minnsta kosti 22 Palestínumenn á síðasta sólarhring
Myndband
Heimur

Ísrael drap að minnsta kosti 22 Palestínumenn á síðasta sólarhring

Kynfræðsla lykillinn að því að börn greini ofbeldi og segi frá að mati Uglu
Innlent

Kynfræðsla lykillinn að því að börn greini ofbeldi og segi frá að mati Uglu

Kona á Kanarí handtekin eftir rán með sveðju
Heimur

Kona á Kanarí handtekin eftir rán með sveðju

Heimur

Móðir fullviss um að lík sonar hennar sé til sýnis á safni
Heimur

Móðir fullviss um að lík sonar hennar sé til sýnis á safni

Safnið neitar fullyrðingunum
Ísrael drap að minnsta kosti 22 Palestínumenn á síðasta sólarhring
Myndband
Heimur

Ísrael drap að minnsta kosti 22 Palestínumenn á síðasta sólarhring

Takmarka upplýsinga­miðlun til Bandaríkjanna vegna aðgerða í Venesúela
Heimur

Takmarka upplýsinga­miðlun til Bandaríkjanna vegna aðgerða í Venesúela

Feldman opnar sig um „eitraða stemmningu“ bakvið tjöldin í Dancing With the Stars
Heimur

Feldman opnar sig um „eitraða stemmningu“ bakvið tjöldin í Dancing With the Stars

Líkið í bifreið D4vd frosið og limlest
Heimur

Líkið í bifreið D4vd frosið og limlest

Barnabarn JFK greindist með ólæknandi bráðahvítblæði
Heimur

Barnabarn JFK greindist með ólæknandi bráðahvítblæði

Loka auglýsingu