1
Innlent

„Hann er hrotti“

2
Innlent

16 ára strákur dæmdur fyrir fjölda líkamsárása og vopnaburð

3
Innlent

MAST varar við neyslu á íslenskum döðlum

4
Minning

Margrét Jóhanna Heinreksdóttir látin

5
Heimur

Stórundarlegt bílslys í Rúmeníu náðist á myndband

6
Innlent

Stefán Einar segir Þórunni hafa brotið siðareglur

7
Landið

Seyðfirðingur biðst afsökunar á að hafa kosið Flokk fólksins

8
Innlent

Banaslys í Mosfellsbæ

9
Fólk

Þórgnýr þurfti að ígrunda sambandið við kærustuna vegna svefnvenja hennar

10
Innlent

Óku eins og brjálæðingar

Til baka

Úkraínskir stríðsfangar beittir kerfisbundnu ofbeldi og pyntingum í rússneskum fangelsum

Ný skýrsla mannréttindasamtaka uppljóstrar um hryllilega meðferð stríðsfanga í Rússlandi

Ættingjar stríðsfanga
Ættingjar og vinir stríðsfanga RússaRússar eru sagðir beita stríðsfanga kerfisbundnu ofbeldi
Mynd: SERGEI SUPINSKY / AFP

Rússneskir mannréttindasinnar fóru í janúar 2025 í sína fyrstu vettvangsferð til Úkraínu frá því að innrás Rússlands hófst. Niðurstöður ferðarinnar birtust nú í nýrri stórri skýrslu Memorial-mannréttindamiðstöðvarinnar um stríðsglæpi Rússa. Þar er lýst ómannúðlegri meðferð á úkraínskum stríðsföngum og óbreyttum borgurum í fangelsum í Rússlandi og hernumdum héruðum. Byggt er á vitnisburðum fanga sem dvöldu í tíu slíkum stofnunum, þó talið sé að heildarfjöldinn sé um 280.

Olenivka – fangelsi í hinni hernumdu Donetsk

Tveir úkraínski hermenn lýsa því að fangelsið í Olenivka hafi verið óuppgert, án rúma, hita og rennandi vatns. Fangar sváfu á beru gólfinu og urðu að sofa til skiptis vegna plássleysis. Þeir voru barðir þegar þeir komu inn, neyddir til að hlaupa í gegnum „gang“ varðmanna sem börðu þá og þeir beittir pyndingum við yfirheyrslur. Vatn skorti verulega og fæðan var lítilfjörleg. Fangarnir sögðu að sérstaklega hefði verið gengið hart að meðlimum Azov-hersveitarinnar.

SIZO-2 í Ryazhsk – skipulagt pyntingaferli

AA, einn fanganna, var síðar fluttur í gæsluvarðhaldið í Ryazhsk. Fangageymslurnar voru með sérstök yfirheyrsluherbergi á hverri hæð. „Í hverju herbergi var borð með „staðalbúnaði“: PVC-rörum sem notaðir voru til barsmíða, tvenns konar rafstuðstækjum, kassa með nálum til að stinga undir fingurneglur og pokum sem voru dregnir yfir höfuð fanga til að kyrkja þá. Þar var ílát með ísvatni nálægt til að vekja þá sem höfðu fallið í yfirlið. Stundum var höfuð fangans dýft í ílátið til að drekkja honum sem tegund af pyntingum“ sagði AA.

Hann var yfirheyrður 35 sinnum á 2,5 mánuðum, og þeir sem „játuðu“ fengu flutning í fangelsi í hinu hernumda Makiivka. Reglulegar barsmíðar voru hluti daglegs lífs.

IK-10 í Mordovíu – kerfisbundið ofbeldi, hundabit og raflost

Í fangelsi nr. 10 var móttakan sérstaklega ofbeldisfull. Fångar voru neyddir til að afklæðast fljótt og í föt, barðir og látnir liggja á gólfinu meðan á áframhaldandi barsmíðum stóð. Þeir máttu aðeins fara á salerni eða drekka vatn þegar skipað var. Hundar voru látnir ráðast á fanga og raflosti beitt, jafnvel á kynfæri. Margir fengu blóðrásarvandamál og drep í fætur. Einum lækni var lýst sem „Dr. Evil“ sem svaraði öllum kvörtunum með raflosti.

SIZO-2 í Taganrog – ofbeldi „án tilefnis“

Í Taganrog voru föngum hent út úr flutningabílum og þeir barðir. Sérsveitarmenn beittu grófu ofbeldi og FSB-liðar þvinguðu fanga til að játa og hafna lögfræðihjálp. Fangar þurftu að syngja rússnesk þjóðlög og var refsað í hóp ef ein mistök voru gerð. Þar var einnig pólskur ferðamaður í haldi sem dó eftir langvarandi barsmíðar.

SIZO-2 í Galich – raflost, köfnunartilraunir og kynferðisofbeldi

Fangar í Galich voru beittir raflosti og kynferðisofbeldi, barðir með tréstöngum, hömrum og gúmmíkylfum, kæfðir með plastpokum, drekktir í vatnsílátum og eyru þeirra voru brennd með kveikjurum. Fangarnir voru einnig neyddir til að nota hnífa eða vír til að fjarlægja húðflúr með táknum eða áletrunum sem sýndu Úkraínumönnum stuðning.

SIZO-3 í Kizel – „annað Taganrog“

Þetta fangelsi, sem hóf að taka við úkraínskum föngum 2024, er talið eitt hið verst stýrða. Fangar voru barðir með poka yfir höfðinu, handleggir brotnir og þeir neyddir til að standa allan daginn án þess að mega tala. Gluggar voru hafðir opnir í frosti og fangar fengu engin hlý föt.

Tveir einstaklingar létust þar: fyrrverandi borgarstjóri Dniprorudne eftir pyntingar og blaðakonan Viktoria Roshchyna, sem lést í haldi Rússa í september 2024.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

„Mér heyrist þetta miklu fremur hljóma eins og beinlínis hótun“
Pólitík

„Mér heyrist þetta miklu fremur hljóma eins og beinlínis hótun“

Alexandra Briem gagnrýnir nýja þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna
Gufueinbýli í hjarta miðborgarinnar til sölu
Myndir
Fólk

Gufueinbýli í hjarta miðborgarinnar til sölu

Þórgnýr þurfti að ígrunda sambandið við kærustuna vegna svefnvenja hennar
Fólk

Þórgnýr þurfti að ígrunda sambandið við kærustuna vegna svefnvenja hennar

Eminem bað Kate Winslet að raka á honum rassinn
Myndband
Heimur

Eminem bað Kate Winslet að raka á honum rassinn

Smyglaði kókaíni í Volvo til Íslands
Innlent

Smyglaði kókaíni í Volvo til Íslands

Seyðfirðingur biðst afsökunar á að hafa kosið Flokk fólksins
Landið

Seyðfirðingur biðst afsökunar á að hafa kosið Flokk fólksins

Einn handtekinn vegna gruns um heimilisofbeldi
Innlent

Einn handtekinn vegna gruns um heimilisofbeldi

Kona grunuð um að eitra fyrir samstarfsfélögum í Uppsala
Heimur

Kona grunuð um að eitra fyrir samstarfsfélögum í Uppsala

Stórundarlegt bílslys í Rúmeníu náðist á myndband
Myndband
Heimur

Stórundarlegt bílslys í Rúmeníu náðist á myndband

Samstöðufundur boðaður við húsnæði Ríkisútvarpsins
Innlent

Samstöðufundur boðaður við húsnæði Ríkisútvarpsins

Margrét Jóhanna Heinreksdóttir látin
Minning

Margrét Jóhanna Heinreksdóttir látin

Heimur

Úkraínskir stríðsfangar beittir kerfisbundnu ofbeldi og pyntingum í rússneskum fangelsum
Heimur

Úkraínskir stríðsfangar beittir kerfisbundnu ofbeldi og pyntingum í rússneskum fangelsum

Ný skýrsla mannréttindasamtaka uppljóstrar um hryllilega meðferð stríðsfanga í Rússlandi
Skotárás í verslunarmiðstöð í Osló
Heimur

Skotárás í verslunarmiðstöð í Osló

Eminem bað Kate Winslet að raka á honum rassinn
Myndband
Heimur

Eminem bað Kate Winslet að raka á honum rassinn

Kona grunuð um að eitra fyrir samstarfsfélögum í Uppsala
Heimur

Kona grunuð um að eitra fyrir samstarfsfélögum í Uppsala

Stórundarlegt bílslys í Rúmeníu náðist á myndband
Myndband
Heimur

Stórundarlegt bílslys í Rúmeníu náðist á myndband

Sakaður um að skilja kærustuna eftir á ísköldum fjallstindi
Heimur

Sakaður um að skilja kærustuna eftir á ísköldum fjallstindi

Loka auglýsingu