1
Peningar

Tólf tekjuhæstu á Vestfjörðum afhjúpaðir

2
Innlent

Reynslubolti tekur tímabundið við Kveik

3
Innlent

Bíl eins besta söngvara Íslands stolið

4
Landið

Gagnrýna myndbirtingu af systrunum í Reynisfjöru

5
Peningar

Gunnar skrapar botninn hjá elítunni

6
Peningar

Ellefu sem græddu á tá og fingri á Suðurnesjum

7
Innlent

Hallmælir hælisleitendum á eftirlaunum

8
Fólk

Björgvin Franz mölbrotinn eftir slys

9
Fólk

Sjálfstæðiskona selur ris

10
Pólitík

Kallar þingmenn stjórnarandstöðunnar „hryðjuverkamenn“

Til baka

Um 430 tegundir matvæla bannaðar á Gaza

Aðeins 15% af nauðsynlegum hjálpartrukkum hleypt inn á svæðið

Rústir Gaza
Rústir GazaGaza hefur verið kallað helvíti á jörðu
Mynd: BASHAR TALEB / AFP

Upplýsingaskrifstofa stjórnvalda á Gaza hefur birt tölur sem sýna að á síðustu 30 dögum hafi að meðaltali aðeins 88 hjálparflutningabílar á dag verið hleyptir inn í svæðið, frá því Ísrael tilkynnti 27. júlí að leyfa ætti innflutning hjálpargagna aftur.

Alls fóru 2.654 bílar inn á tímabilinu, sem er aðeins um 15 prósent af því sem raunverulega þarf, að sögn yfirvalda á Gaza. Þau benda á að til að uppfylla lágmarksþarfir íbúa þurfi að minnsta kosti 500 til 600 bíla á dag. Til samanburðar segist COGAT, ísraelska stofnunin sem fer með eftirlit á innflutningi, leyfa 300–400 bíla á dag. Þeim tölum er þó mótmælt, ekki aðeins af palestínskum yfirvöldum og Sameinuðu þjóðunum heldur einnig af opinberum ísraelskum gögnum.

Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna, UNRWA, hefur varað við því að hungursneyð muni halda áfram að breiðast út nema magn hjálpargagna verði aukið stórlega.

Á sama tíma fullyrðir upplýsingaskrifstofa Gaza að Ísrael hafi bannað innflutning á 430 tegundum af grunnmatvælum og næringarefnum sem sérstaklega eru nauðsynleg börnum, sjúkum og vannærðum. Á bannlistanum eru meðal annars egg, rautt kjöt, kjúklingur, fiskur, ostur, mjólkurvörur, ávextir, grænmeti, næringardrykkir og bætiefni fyrir þungaðar konur og sjúklinga.

„Gaza þarf meira en 600 hjálparbíla á dag til að mæta grunnþörfum 2,4 milljóna íbúa, en afhendingar eru langt undir því marki,“ segir í yfirlýsingu upplýsingaskrifstofunnar. Þar er einnig fullyrt að innviðir svæðisins hafi hrunið nær algjörlega vegna stríðsins og áréttað að Ísrael og bandamenn þess beri fulla ábyrgð á mannúðarkrísunni.

Stjórnvöld á Gaza hvetja Sameinuðu þjóðirnar og alþjóðasamfélagið til að bregðast þegar í stað við, tryggja að landamærin verði opnuð og að matvæli, mjólkurduft fyrir ungbörn og lyf komist til íbúanna án tafar.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Týndi hraðbankinn fundinn og fullur af peningum
Innlent

Týndi hraðbankinn fundinn og fullur af peningum

Karlmaður á fimmtugsaldri í haldi lögreglu
Þorbjörn aðstoðar ferðamenn vegna gríðarlegra vatnavaxta
Myndband
Landið

Þorbjörn aðstoðar ferðamenn vegna gríðarlegra vatnavaxta

Móðir Margrétar Löf heimsækir hana í fangelsið
Innlent

Móðir Margrétar Löf heimsækir hana í fangelsið

Björgvin Franz mölbrotinn eftir slys
Fólk

Björgvin Franz mölbrotinn eftir slys

Ferðamenn hlýddu ekki lokun Reynisfjöru í ofsafengnu veðri
Myndband
Landið

Ferðamenn hlýddu ekki lokun Reynisfjöru í ofsafengnu veðri

Par sakað um ósiðlegt athæfi í sætum flugvélar
Heimur

Par sakað um ósiðlegt athæfi í sætum flugvélar

Ellefu sem græddu á tá og fingri á Suðurnesjum
Peningar

Ellefu sem græddu á tá og fingri á Suðurnesjum

Móðir Jay Slater fordæmir „sjúkt“ myndband frá manninum sem sá hann síðast á lífi
Heimur

Móðir Jay Slater fordæmir „sjúkt“ myndband frá manninum sem sá hann síðast á lífi

Hallmælir hælisleitendum á eftirlaunum
Innlent

Hallmælir hælisleitendum á eftirlaunum

Kallar þingmenn stjórnarandstöðunnar „hryðjuverkamenn“
Pólitík

Kallar þingmenn stjórnarandstöðunnar „hryðjuverkamenn“

Draumaferð Lindu lituð af óheppilegum veikindum
Myndir
Fólk

Draumaferð Lindu lituð af óheppilegum veikindum

Unglingsstúlka lést eftir að hafa orðið veik á tónlistarhátíð
Heimur

Unglingsstúlka lést eftir að hafa orðið veik á tónlistarhátíð

Heimur

Um 430 tegundir matvæla bannaðar á Gaza
Heimur

Um 430 tegundir matvæla bannaðar á Gaza

Aðeins 15% af nauðsynlegum hjálpartrukkum hleypt inn á svæðið
Uppistandarinn Reggie Carroll skotinn til bana í Mississippi
Heimur

Uppistandarinn Reggie Carroll skotinn til bana í Mississippi

Par sakað um ósiðlegt athæfi í sætum flugvélar
Heimur

Par sakað um ósiðlegt athæfi í sætum flugvélar

Móðir Jay Slater fordæmir „sjúkt“ myndband frá manninum sem sá hann síðast á lífi
Heimur

Móðir Jay Slater fordæmir „sjúkt“ myndband frá manninum sem sá hann síðast á lífi

Unglingsstúlka lést eftir að hafa orðið veik á tónlistarhátíð
Heimur

Unglingsstúlka lést eftir að hafa orðið veik á tónlistarhátíð

Hundruð þúsunda lífa í hættu eftir að Trump skar niður aðstoð í Suður-Afríku
Heimur

Hundruð þúsunda lífa í hættu eftir að Trump skar niður aðstoð í Suður-Afríku

Loka auglýsingu