1
Fólk

Auddi og Steindi voru sauðdrukknir í jóladagatali Blökastsins

2
Innlent

MAST varar við svínakjöti frá Ali

3
Fólk

Setja eina og hálfa milljón á hvern fermeter

4
Innlent

„Fólk þurfti að fara út á handklæðum“

5
Fólk

Tannlæknir frá Utah breytti lífi Einars

6
Innlent

Hólmari dæmdur fyrir óvenjulegan þjófnað

7
Innlent

Sigurður skipaður í nýtt embætti

8
Innlent

Nýjar sánur opnaðar í Vesturbæjarlaug

9
Pólitík

Ríkisstjórnin ræður Halldór Oddsson í vinnu

10
Innlent

Umferðarslys í Kópavogi

Til baka

Umdeildur skólameistari fær sparkið

Sagður hafa fengið starfið vegna spillingar í kerfinu

Guðmundur Ingi Kristjánsson
Guðmundur Ingi Kristinsson er mennta- og barnamálaráðherraMyndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Víkingur

Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla, verður ekki endurskipaður skólameistari á næsta ári þegar núverandi skipunartími hans rennur út. Ársæll greinir frá þessu í tölvupósti til starfsmanna en DV greindi fyrst frá.

Kennir skólameistari Flokki fólksins um starfslok sín og vísar í „skómálið“ svokallaða en þá hringdi Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í Ársæl vegna skópars sem barnabarn hennar týndi.

Samkvæmt heimildum Vísis minnti Inga skólameistarann á að hún hefði tengsl inn í lögregluna. Ársæli mun hafa blöskrað símtalið svo mikið að hann ræddi það við marga starfsmenn skólans.

Inga baðst síðar afsökunar á símtalinu en neitaði hún því að hafa minnst á lögregluna í símtalinu.

Mögulega spillt ráðning

Ársæll Guðmundsson komst í fréttirnar fyrir tæpum áratug þegar hann var ráðinn skólameistari Borgarholtsskóla en ráðning hans var mjög umdeild á sínum tíma. Ragnar Þór Pétursson, sem þá var fulltrúi menntamálaráðherra í skólanefnd Borgarholtsskóla, sagði ráðningu Ársæls lykta af spillingu en hann hafði starfað sem verkefnastjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem var undir stjórn Illuga Gunnarssonar áður en hann var ráðinn í stöðu skólameistara.

Samkvæmt Ragnari voru allir nefndarmenn sammála um að einn umsækjandi um stöðuna væri hæfastur en það hafi ekki verið Ársæll.

„Þvert á móti voru fleiri en einn umsækjandi að mínu mati augljóslega frambærilegri. Ég held að Ársæll Guðmundsson hafi verið ráðinn af pólitískum ástæðum. Ég treysti ekki því ferli sem fram fór,“ skrifaði Ragnar Þór. „Ég held að málið allt angi af spillingu.“

Tölvupóstur Ársæls

Kæra samstarfsfólk

Það er með miklum trega og með sorg í hjarta að ég skrifa ykkur þennan tölvupóst til að upplýsa ykkur um að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra hefur látið birta mér að hann óski ekki eftir kröftum mínum sem skólameistara. Þvert á allar hefðir og í ljósi þess að undanfarið hefur ráðherra endurskipað aðra skólameistara og nýlega ráðið í lausar stöður er augljóst hvað liggur að baki ákvörðun Guðmundar Inga og Flokks fólksins. Ég hef aldrei verið áminntur í starfi eða fengið ákúrur frá ráðherra menntamála þá áratugi sem ég hef starfað sem skólameistari og ætíð haldið rekstri skólans innan fjárlagaheimilda.

Skipunartími minn rennur út um mitt næsta ár eða tveimur árum áður en ég kemst á eftirlaunaaldur og eru þá rétt 40 ár síðan ég brautskráðist sem kennari úr Kennaraháskóla Íslands. Ævistarfi mínu finnst mér lítill sómi sýndur og þakklætið rýrt en ráðherra afhenti mér ekki sjálfur tilkynninguna heldur fékk starfsfólk sitt til að sjá um það. Skýring þeirra á þessari ákvörðun ráðherra er sú að ráðherra hefði heimild til að gera þetta.
Ég er nú í þeirri skrýtnu stöðu að vera forstöðumaður fyrir ríkisstofnun þar sem ráðherra hefur í raun lýst yfir vantrausti á störf mín og ég því nánast umboðslaus.

Sjálfur hefði ég kosið að starfa áfram við skólann við að efla okkar góða starf og styrkja enda margar áskoranir framundan. Vinnustaðurinn okkar er frábær, starfsandinn góður og fagmennska í fyrirrúmi. Þykir mér afar leitt að vera hent frá borði með þessum hætti. Á allri minni ævi hef ég ekki kynnst betri vinnustað en nú skilja leiðir.

Bestu kveðjur

Ársæll

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Fyrrum miðherji Lakers, Elden Campbell er látinn
Minning

Fyrrum miðherji Lakers, Elden Campbell er látinn

„Þetta særir mig inn að beini“
Stórt magn fíkniefna haldlagt við rannsókn lögreglunnar
Innlent

Stórt magn fíkniefna haldlagt við rannsókn lögreglunnar

Manns leitað eftir hnífaárás á vinsælli partýeyju
Heimur

Manns leitað eftir hnífaárás á vinsælli partýeyju

4 ára stúlka illa haldin eftir slys í vatnsrennibrautagarði á Kanarí
Heimur

4 ára stúlka illa haldin eftir slys í vatnsrennibrautagarði á Kanarí

Maríanna Lind dæmd fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan Ölhúsið
Innlent

Maríanna Lind dæmd fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan Ölhúsið

Dómskerfið „véfengir og drusluskammar“ brotaþola, segir Drífa
Innlent

Dómskerfið „véfengir og drusluskammar“ brotaþola, segir Drífa

„Andláti mínu hefur verið frestað“
Fólk

„Andláti mínu hefur verið frestað“

Fyrrum unglingalandsliðsfólk selur í 108
Myndir
Fólk

Fyrrum unglingalandsliðsfólk selur í 108

Ragga nagli segir unga drengi í „stórhættu“
Innlent

Ragga nagli segir unga drengi í „stórhættu“

Sölumaður dauðans flúði undan lögreglu
Innlent

Sölumaður dauðans flúði undan lögreglu

KALEO-strákarnir stofna fyrirtæki saman
Peningar

KALEO-strákarnir stofna fyrirtæki saman

Haukfránir aðdáendur tóku eftir mistökum í Stranger Things
Heimur

Haukfránir aðdáendur tóku eftir mistökum í Stranger Things

Innlent

Umdeildur skólameistari fær sparkið
Innlent

Umdeildur skólameistari fær sparkið

Sagður hafa fengið starfið vegna spillingar í kerfinu
Sölumaður dauðans flúði undan lögreglu
Innlent

Sölumaður dauðans flúði undan lögreglu

Stórt magn fíkniefna haldlagt við rannsókn lögreglunnar
Innlent

Stórt magn fíkniefna haldlagt við rannsókn lögreglunnar

Maríanna Lind dæmd fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan Ölhúsið
Innlent

Maríanna Lind dæmd fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan Ölhúsið

Dómskerfið „véfengir og drusluskammar“ brotaþola, segir Drífa
Innlent

Dómskerfið „véfengir og drusluskammar“ brotaþola, segir Drífa

Ragga nagli segir unga drengi í „stórhættu“
Innlent

Ragga nagli segir unga drengi í „stórhættu“

Loka auglýsingu