
Uppistandarinn Reggie Carroll er látinn eftir að hafa verið skotinn til bana í Southaven, Mississippi, á miðvikudag.
Samkvæmt lögreglu bárust tilkynningar um skotárás og þegar lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir Reggie alvarlega særðan af skotsárum.
Lögreglumenn og sjúkraflutningamenn hófu endurlífgunaraðgerðir á staðnum, en Carroll lést af völdum áverkanna.
Southaven-lögreglan staðfestir að hinn grunaði hafi verið handtekinn og ákærður fyrir morðið á Reggie.
Carroll starfaði sem uppistandari og ferðaðist um landið á uppistandssýningum. Fjölmargir kollegar minnast hans nú, þar á meðal grínistinn Mo’Nique, sem sagðist aðeins eiga góðar minningar frá samstarfi þeirra á uppistandsferðum.
Reggie Carroll var 52 ára gamall.
Komment