
Helstu veðbankar heims spá VÆB-bræðrunum ekki nema 35 sætinu í Eurovision sem fram fer í Sviss í maí. Aðeins eitt land á eftir að velja sér keppanda en það er Georgía.
Alls keppa 37 þjóðir í þessari risastóru sjónvarpskeppni. Svíum er spáð efsta sætinu, sem ætti ekki að koma neinum á óvart enda virðast þeir vera með áskrift af sigrinum í Eurovision. Eins og áður segir er VÆB spáð 35 sætinu, nú þegar enn eru tveir mánuðir þar til keppnin fer fram í Sviss.
Athygli vekur að Ísraelum er spáð þriðja sætinu eins og er en fyrrum gísl Hamas-liða mun keppa fyrir hönd landsins. Gríðarleg óánægja er meðal margar um þátttöku Ísraela í keppninni, í ljósi þess að ráðamenn landsins eru nú eftirlýstir fyrir meinta stríðsglæpi gegn Palestínumönnum.
Undirskriftarlisti er í gangi þar sem þess er krafist að RÚV dragi sig úr keppninni í ár, verði Ísrael ekki meinuð þátttaka. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa alls 4.337 manns skrifað undir listann.
Komment