
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti í síðustu viku að leigjandi að herbergi í Hnyðju á Hólmavík fjarlægi útstillingu úr glugga hússins eigi síðar en 18. september. Útstillingin fól í sér stuðning við Palestínumenn og sýndi samúð með ástandinu á Gaza. BB.is sagði frá málinu.
Þorgeir Pálsson, oddviti og sveitarstjóri, sagði á fundinum að málið snerist um að húsið væri í eigu sveitarfélagsins og því þyrfti að gæta að því hvernig það væri nýtt. Hann lagði áherslu á að virða bæri eignir sveitarfélagsins og að leita ætti eftir leyfi áður en auglýsingar eða skilaboð væru hengd upp í húsinu.
Matthías Sævar Lýðsson, oddviti minnihlutans, tók undir að um opinbert húsnæði væri að ræða og því þyrfti að setja skýran ramma um það hvað mætti vera sjáanlegt í gluggum hússins. Hann tók þó sérstaklega fram að ekki væri um sérstakt ástand að ræða. Hann lýsti sig bæði ánægðan með hugmyndina á bak við hana og jafnframt hryggur yfir þeim hörmulegu ástæðum sem leiddu til þess að fólk vildi sýna samstöðu á þennan hátt.
Tillaga oddvita um að útstillingin fengi að standa áfram næstu daga, en yrði svo tekin niður, var samþykkt samhljóða.
Hnyðja er nafn sem valið var á Þróunarsetur Hólmavíkur
Komment