1
Heimur

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife

2
Heimur

Rússneskir embættismenn óttast netlokanir Kremlar

3
Innlent

Maður fluttur á slysadeild eftir að ekið var á hann

4
Heimur

Dómssigur Kisiya vekur von meðal Palestínumanna

5
Innlent

Hlaut 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir hnefahögg í vinnubúðum

6
Landið

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin

7
Innlent

Gleðileg jól kæru lesendur

Til baka

Veiðigjald gæti skilað ríkinu 17,3 milljörðum á næsta ári

Breytt frumvarp lagt fram á þingi.

Hanna Katrin Fridriksson
Hanna Katrín FriðrikssonNýtt frumvarp um veiðigjöld hefur verið lagt fram.
Mynd: Stjórnarráðið

Samkvæmt nýju frumvarpi atvinnuvegaráðherra, Hönnu Katrínar Friðriksson, er gert ráð fyrir að veiðigjald verði áætlað um 19,5 milljarðar króna árið 2026. Þegar frítekjumark er tekið með í reikninginn má búast við að ríkið fái um 17,3 milljarða í tekjur af gjaldinu.

Frumvarpið, sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi, miðar að því að breyta útreikningi á aflaverðmæti í veiðigjaldi. Markmiðið er að gjaldið endurspegli betur raunverulegt verðmæti veiðanna og tryggi sanngjarnt gjald fyrir nýtingu auðlindarinnar, að því er segir á vef Stjórnarráðsins.

Frumvarpið fór í samráðsgátt 25. mars og bárust 112 umsagnir, flest jákvæðar. Nokkur sveitarfélög höfðu þó athugasemdir sem leiddu til breytinga á frumvarpinu.

Helsta breytingin snýr að frítekjumarki. Fyrir flestar tegundir verður það 40% af fyrstu 9 milljónum króna í álagningu á ári. Fyrir þorsk og ýsu er frítekjumarkið hærra, 40% af fyrstu 50 milljónum króna. Með þessu á að draga úr áhrifum hærra veiðigjalds á minni og meðalstór útgerðarfyrirtæki.

Í frumvarpinu hefur einnig verið bætt við greiningum á áhrifum þess á um 100 stærstu fyrirtæki greinarinnar, áhrif á skattlagningu og samanburði við verðmyndun í Noregi.

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa gagnrýnt frumvarpið fyrir skort á vandaðri undirbúningsvinnu og áhrifamati.

Samkvæmt frumvarpinu gætu tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi fyrir uppsjávartegundir aukist um 3-4 milljarða og um 5-6 milljarða fyrir þorsk og ýsu. Áætlað er að álagt veiðigjald verði um 19,5 milljarðar árið 2026, en hefði verið 11,2 milljarðar samkvæmt núgildandi lögum.

Á árunum 2027 til 2030 er gert ráð fyrir að veiðigjald verði á bilinu 18-19 milljarðar á ári. Tölurnar eru þó háðar óvissu þar sem þær byggjast meðal annars á loðnukvóta og afkomu fyrirtækja.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Gleðileg jól kæru lesendur
Innlent

Gleðileg jól kæru lesendur

Dómssigur Kisiya vekur von meðal Palestínumanna
Heimur

Dómssigur Kisiya vekur von meðal Palestínumanna

Hlaut 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir hnefahögg í vinnubúðum
Innlent

Hlaut 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir hnefahögg í vinnubúðum

Rússneskir embættismenn óttast netlokanir Kremlar
Heimur

Rússneskir embættismenn óttast netlokanir Kremlar

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife
Heimur

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin
Landið

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin

Maður fluttur á slysadeild eftir að ekið var á hann
Innlent

Maður fluttur á slysadeild eftir að ekið var á hann

Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið
Heimur

Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin
Landið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði
Heimur

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna
Innlent

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“
Innlent

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“

Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu
Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu

Gefur lítið fyrir frammistöðu formanns Sjálfstæðisflokksins
Sanna tilkynnir framboð
Myndband
Pólitík

Sanna tilkynnir framboð

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi

Dóra Björt komin í Samfylkinguna
Pólitík

Dóra Björt komin í Samfylkinguna

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“
Pólitík

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“
Pólitík

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“

Loka auglýsingu