1
Innlent

Ótrúlegt atvik náðist á myndband við Spöngina

2
Minning

Séra Flosi Magnússon er fallinn frá

3
Peningar

ELKO hefur lánastarfsemi

4
Innlent

Líkamsárásin á barnaníðinginn komin til ákærusviðs lögreglunnar

5
Fólk

„Enginn nennir lengur að drekka með mér og hlusta á gamlar lygasögur af lífinu til sjós“

6
Innlent

Hvetur dómsmálaráðherra til að sýna mannúð

7
Innlent

Ljóshærð kona dæmd fyrir rangar sakagiftir

8
Innlent

Einn slasaður eftir að grýlukerti féll á höfuð hans

9
Landið

Rjúpnaskyttur skutu úr byssum nærri sumarbústöðum

10
Innlent

Bílastjórar á Buggy bílum sköpuðu hættu

Til baka

Veiðigjald gæti skilað ríkinu 17,3 milljörðum á næsta ári

Breytt frumvarp lagt fram á þingi.

Hanna Katrin Fridriksson
Hanna Katrín FriðrikssonNýtt frumvarp um veiðigjöld hefur verið lagt fram.
Mynd: Stjórnarráðið

Samkvæmt nýju frumvarpi atvinnuvegaráðherra, Hönnu Katrínar Friðriksson, er gert ráð fyrir að veiðigjald verði áætlað um 19,5 milljarðar króna árið 2026. Þegar frítekjumark er tekið með í reikninginn má búast við að ríkið fái um 17,3 milljarða í tekjur af gjaldinu.

Frumvarpið, sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi, miðar að því að breyta útreikningi á aflaverðmæti í veiðigjaldi. Markmiðið er að gjaldið endurspegli betur raunverulegt verðmæti veiðanna og tryggi sanngjarnt gjald fyrir nýtingu auðlindarinnar, að því er segir á vef Stjórnarráðsins.

Frumvarpið fór í samráðsgátt 25. mars og bárust 112 umsagnir, flest jákvæðar. Nokkur sveitarfélög höfðu þó athugasemdir sem leiddu til breytinga á frumvarpinu.

Helsta breytingin snýr að frítekjumarki. Fyrir flestar tegundir verður það 40% af fyrstu 9 milljónum króna í álagningu á ári. Fyrir þorsk og ýsu er frítekjumarkið hærra, 40% af fyrstu 50 milljónum króna. Með þessu á að draga úr áhrifum hærra veiðigjalds á minni og meðalstór útgerðarfyrirtæki.

Í frumvarpinu hefur einnig verið bætt við greiningum á áhrifum þess á um 100 stærstu fyrirtæki greinarinnar, áhrif á skattlagningu og samanburði við verðmyndun í Noregi.

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa gagnrýnt frumvarpið fyrir skort á vandaðri undirbúningsvinnu og áhrifamati.

Samkvæmt frumvarpinu gætu tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi fyrir uppsjávartegundir aukist um 3-4 milljarða og um 5-6 milljarða fyrir þorsk og ýsu. Áætlað er að álagt veiðigjald verði um 19,5 milljarðar árið 2026, en hefði verið 11,2 milljarðar samkvæmt núgildandi lögum.

Á árunum 2027 til 2030 er gert ráð fyrir að veiðigjald verði á bilinu 18-19 milljarðar á ári. Tölurnar eru þó háðar óvissu þar sem þær byggjast meðal annars á loðnukvóta og afkomu fyrirtækja.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Lyfja í samstarf við brautryðjanda
Innlent

Lyfja í samstarf við brautryðjanda

„Stuðla að betri lýðheilsu landsmann“
Tveir fluttir á sjúkrahús eftir fall í hálku
Innlent

Tveir fluttir á sjúkrahús eftir fall í hálku

Franskir lögreglumenn grunaðir um nauðgun
Heimur

Franskir lögreglumenn grunaðir um nauðgun

Þúsundir flýja al-Fashir eftir fall borgarinnar
Heimur

Þúsundir flýja al-Fashir eftir fall borgarinnar

Líkamsárásin á barnaníðinginn komin til ákærusviðs lögreglunnar
Innlent

Líkamsárásin á barnaníðinginn komin til ákærusviðs lögreglunnar

Ræktaði kannabis í leyniklefa undir húsi í Reykjavík
Innlent

Ræktaði kannabis í leyniklefa undir húsi í Reykjavík

Rjúpnaskyttur skutu úr byssum nærri sumarbústöðum
Landið

Rjúpnaskyttur skutu úr byssum nærri sumarbústöðum

Einstök Vesturbæjarperla til sölu
Myndir
Fólk

Einstök Vesturbæjarperla til sölu

Sundurskotið lík Breta fannst á eyjunni Sankti Lúsía
Heimur

Sundurskotið lík Breta fannst á eyjunni Sankti Lúsía

Eiginkona bresks blaðamanns krefst lausnar hans í Bandaríkjunum
Heimur

Eiginkona bresks blaðamanns krefst lausnar hans í Bandaríkjunum

Jóhann Páll skipar nýjan formann
Pólitík

Jóhann Páll skipar nýjan formann

Hvetur dómsmálaráðherra til að sýna mannúð
Innlent

Hvetur dómsmálaráðherra til að sýna mannúð

Pólitík

Jóhann Páll skipar nýjan formann
Pólitík

Jóhann Páll skipar nýjan formann

Nú hitnar í kolunum hjá Íslendingum
Ágústa hjólar í Eld Smára
Pólitík

Ágústa hjólar í Eld Smára

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála
Pólitík

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála

Smári gagnrýnir innflutning „Trumpisma og anti-woke“ stefnu til Íslands
Pólitík

Smári gagnrýnir innflutning „Trumpisma og anti-woke“ stefnu til Íslands

„Mér finnst löngu tímabært að hætta að banna veðmálastarfsemi“
Pólitík

„Mér finnst löngu tímabært að hætta að banna veðmálastarfsemi“

Gadzhi frá Dagestan skrifar Kristrúnu eftir brottvísun
Pólitík

Gadzhi frá Dagestan skrifar Kristrúnu eftir brottvísun

Loka auglýsingu