1
Fólk

Jóhanna Guðrún gerði kaupmála við eiginmanninn

2
Peningar

Íslenskur auðjöfur segist hafa borgað alltof mikið í skatt

3
Fólk

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku

4
Fólk

Stjörnulögfræðingur vill flytja

5
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

6
Heimur

Féll niður brekku á Kanarí og lést

7
Pólitík

Frammistaða Sigmundar Davíðs illa séð

8
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

9
Innlent

Grunsamlegar mannaferðir í Árbænum

10
Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki

Til baka

Rjúpnaskyttur skutu úr byssum nærri sumarbústöðum

„Dálítið óþægilegt þegar maður er sestur niður í notalegheitum í sveitinni að heyra skothvelli fyrir utan“

Rjúpur
Rjúpur á SvalbarðaMyndin tengist ekki fréttinni beint
Mynd: Shutterstock

„Það er dálítið óþægilegt þegar maður er sestur niður í notalegheitum í sveitinni að heyra skothvelli fyrir utan og finna svo nýdauða fugla skammt frá húsinu, sjá bíla keyra fram og aftur og menn stara í sjónaukum heim að húsinu.“

Þannig segir Vigfús Hjörtur Jónsson, eigandi sumarbústaðar í Vopnafirði, frá þeirri óhugnanlegu reynslu sem hann og fjölskylda hans urðu fyrir um liðna helgi þegar kyrrðin í sveitinni var rofin af byssuskotum. Fjölskyldan hafði farið í bústaðinn til að njóta friðar og hvíldar í faðmi náttúrunnar, en í stað þess urðu þau vitni að skotveiðum í nágrenninu. Við nánari athugun fundust nokkrar nýdauðar rjúpur rétt við bústaðinn, og Vigfús tók eftir veiðimönnum sem virtust skjóta fugla beint úr bílum sínum.

„Það var aðili sem ók þarna fram og aftur á veginum skammt frá bústaðnum, beindi sjónauka ítrekað að bústaðnum og skaut svo óhikað í áttina beint úr bíl sínum. Ég geri ráð fyrir að menn viti af því að hér er trjálundur þar sem nokkrar rjúpnafjölskyldur halda sig gjarnan oft yfir allan veturinn. Ég hef reglulega verið að týna upp skothylki á vorin svo þetta er hreint ekki í fyrsta skipti sem verið er að skjóta þarna um slóðir. Þá virðast þeir lítið virða afgirt einkalönd því hér sáust spor víða innan girðingar.“

Vigfús segist undrandi á því að veiðimenn sýni ekki meiri aðgæslu, sérstaklega þar sem margir dvelji nú yfir veturinn í sumarbústöðum sínum, oft í skógi eða trjálundum þar sem rjúpur leita sér skjóls.

„Ég hélt að það væri nóg pláss annars staðar til að stunda veiðar en niður í byggð. Stór heiðalönd og heilu eyðidalirnir þar sem engin er byggð og skotveiði hvorki truflar né veldur hættu.“

Lögreglan á Austurlandi segir engar formlegar tilkynningar hafi borist um rjúpnaveiði í sumarbústaðalöndum á yfirstandandi veiðitímabili. Hins vegar segir Hjalti Bergmann Axelsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, að lögreglan hafi virkt eftirlit með slíku meðan á veiðum stendur, og bendir á að það sé stranglega bannað að hafa hlaðin skotvopn í ökutækjum.

Austurfrétt sagði fyrst frá málinu.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Tyrkneskt herflugvél með 20 um borð hrapaði í Georgíu
Myndband
Heimur

Tyrkneskt herflugvél með 20 um borð hrapaði í Georgíu

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík
Innlent

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur
Heimur

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi
Fólk

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki
Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi
Heimur

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu
Myndir
Fólk

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas
Landið

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

Landið

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas
Landið

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas

Draumurinn að hefja útflutning
Smábátaeigendur krefjast afnáms kvótakerfis í grásleppuveiðum
Landið

Smábátaeigendur krefjast afnáms kvótakerfis í grásleppuveiðum

„Hrafnarnir flúðu af hólmi en ég sá blóðbletti í snjónum“
Myndband
Landið

„Hrafnarnir flúðu af hólmi en ég sá blóðbletti í snjónum“

Dagsektir felldar niður ef olíumengun verður hreinsuð á Eskifirði
Landið

Dagsektir felldar niður ef olíumengun verður hreinsuð á Eskifirði

Selfyssingur sagður hafa stjórnað skipi skakkur
Landið

Selfyssingur sagður hafa stjórnað skipi skakkur

Rjúpnaskyttur skutu úr byssum nærri sumarbústöðum
Landið

Rjúpnaskyttur skutu úr byssum nærri sumarbústöðum

Loka auglýsingu