1
Heimur

Varalesari veit hvað Andrés sagði við Vilhjálm prins

2
Menning

Salka Sól er úr gulli gerð

3
Fólk

Sjálfstæðismenn skemmtu sér í pottapartýi í Reykholti

4
Menning

Valur segir Leonard Cohen hafa séð fyrir endalok Bandaríkjanna

5
Minning

Stefán G. Jónsson er látinn

6
Fólk

Höllin á Sjafnargötu sett á sölu

7
Pólitík

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn

8
Innlent

Lögreglan á Vestfjörðum gagnrýnd fyrir gervigreindarmynd

9
Heimur

Rússar hvetja Bandaríkjamenn til þess að verja tjáningarfrelsið

10
Innlent

Lára kallar eftir úrbótum í geðheilbrigðismálum

Til baka

Vestrænir listamenn þrýsta á sniðgöngu Ísraels

Á sama tíma undirbýr Donald Trump stærðarinnar vopnasölu til Ísrael

Javier Bardem
Javier BardemSpænski stórleikarinn er á móti þjóðarmorði
Mynd: DIMITRIOS KAMBOURIS / Getty Images via AFP

Sífellt fleiri vestrænir listamenn krefjast þess nú að Ísrael verði beitt menningarlegri sniðgöngu í kjölfar þjóðarmorðsins á Gaza.

Þar sem flest vestræn ríki hafa reynst treg til að grípa til víðtækra efnahagslegra refsiaðgerða, vona tónlistarmenn, leikarar og rithöfundar að þau geti með þrýstingi í gegnum menningarheiminn hvatt almenning til að krefjast harðari aðgerða.

„Það er enginn vafi í mínum huga að á heimsvísu stöndum við á vendipunkti,“ sagði breski leikarinn Khalid Abdalla, þekktur úr The Kite Runner og The Crown, í samtali við AFP-fréttastofuna eftir að hafa skrifað undir áskorun þar sem krafist er sniðgöngu á nokkrum ísraelskum kvikmynda­stofnunum.

Opið bréf samtakanna Film Workers for Palestine hefur nú safnað þúsundum undirskrifta. Meðal þeirra sem skrifað hafa undir eru Hollywood-stjörnurnar Emma Stone og Joaquin Phoenix, sem heita því að slíta tengsl við allar ísraelskar stofnanir sem „tengjast þjóðarmorði“.

Á Emmy-verðlaunahátíðinni í vikunni töluðu margir sigurvegarar um ástandið á Gaza, þar á meðal Javier Bardem og Hannah Einbinder úr Hacks, í svipuðum tón og heyra mátti á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrr í mánuðinum.

Breska trip-hop hljómsveitin Massive Attack tilkynnti að hún hefði gengið til liðs við tónlistarsamstarfið No Music for Genocide, sem miðar að því að koma í veg fyrir að lög listamannanna séu spiluð í Ísrael.

Ísraelskir þátttakendur verða fyrir sniðgöngu í Eurovision, á sama tíma og spænski forsætisráðherrann leiðir átak til að útiloka Ísrael frá íþróttaviðburðum.

Ísraelski hljómsveitarstjórinn Ilan Volkov tilkynnti jafnframt á tónleikum í Bretlandi í síðustu viku að hann hygðist ekki lengur koma fram í heimalandi sínu.

Bandaríkin undirbúa vopnasölu til Ísraels

Á sama tíma vinnur ríkisstjórn Donalds Trump að því að fá samþykki þingsins fyrir vopnasölu til Ísraels upp á meira en 6 milljarða bandaríkjadala, samkvæmt upplýsingum Wall Street Journal.

Samkvæmt áætluninni felst í kaupunum m.a. samningur upp á 3,8 milljarða dala um þrjátíu AH-64 Apache árásarþyrlur, auk 1,9 milljarða dala samnings um 3.250 brynvarin fótgönguliðsfarartæki fyrir ísraelska herinn.

Að auki hefur Reuters greint frá því að vara- og viðhaldspakkar fyrir skriðdreka og orkugjafa að verðmæti 750 milljónir dala séu einnig í ferli sem hluti af söluferlinu.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Breytti nafni sínu í Silfurregn
Viðtal
Fólk

Breytti nafni sínu í Silfurregn

Móðir háns hjálpaði við nafnaleitina
Lára kallar eftir úrbótum í geðheilbrigðismálum
Innlent

Lára kallar eftir úrbótum í geðheilbrigðismálum

Bubbi sýnir á sér mjúka hlið í kvenmannsbuxum
Myndir
Fólk

Bubbi sýnir á sér mjúka hlið í kvenmannsbuxum

Sjálfstæðismenn skemmtu sér í pottapartýi í Reykholti
Fólk

Sjálfstæðismenn skemmtu sér í pottapartýi í Reykholti

Frakki hlaut sjötta Ólympíugullið 15 árum eftir mótið
Sport

Frakki hlaut sjötta Ólympíugullið 15 árum eftir mótið

Meintur höfuðpaur í hryðjuverkaárásinni í París 1982 handtekinn
Heimur

Meintur höfuðpaur í hryðjuverkaárásinni í París 1982 handtekinn

Lögreglan á Vestfjörðum gagnrýnd fyrir gervigreindarmynd
Innlent

Lögreglan á Vestfjörðum gagnrýnd fyrir gervigreindarmynd

Stefán G. Jónsson er látinn
Minning

Stefán G. Jónsson er látinn

Varalesari veit hvað Andrés sagði við Vilhjálm prins
Myndband
Heimur

Varalesari veit hvað Andrés sagði við Vilhjálm prins

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn
Pólitík

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn

Lögreglan leitar manns vegna rannsóknar
Innlent

Lögreglan leitar manns vegna rannsóknar

Rússar hvetja Bandaríkjamenn til þess að verja tjáningarfrelsið
Heimur

Rússar hvetja Bandaríkjamenn til þess að verja tjáningarfrelsið

Heimur

Vestrænir listamenn þrýsta á sniðgöngu Ísraels
Heimur

Vestrænir listamenn þrýsta á sniðgöngu Ísraels

Á sama tíma undirbýr Donald Trump stærðarinnar vopnasölu til Ísrael
Fjölskylda bresks manns heldur áfram örvæntingarfullri leit á Kanarí
Heimur

Fjölskylda bresks manns heldur áfram örvæntingarfullri leit á Kanarí

Meintur höfuðpaur í hryðjuverkaárásinni í París 1982 handtekinn
Heimur

Meintur höfuðpaur í hryðjuverkaárásinni í París 1982 handtekinn

Varalesari veit hvað Andrés sagði við Vilhjálm prins
Myndband
Heimur

Varalesari veit hvað Andrés sagði við Vilhjálm prins

Rússar hvetja Bandaríkjamenn til þess að verja tjáningarfrelsið
Heimur

Rússar hvetja Bandaríkjamenn til þess að verja tjáningarfrelsið

Lík 15 ára stúlku fannst í bíl söngvarans D4vd
Heimur

Lík 15 ára stúlku fannst í bíl söngvarans D4vd

Loka auglýsingu