1
Innlent

Þjóðverji nauðlenti fyrir framan gönguhóp á Fimmvörðuhálsi

2
Pólitík

Segir að Þórarinn ætti að skammast sín fyrir dómsdagsþvaður á þingi

3
Innlent

Landhelgisgæslan kölluð út vegna meintrar jarðsprengju

4
Innlent

Segir að samkvæmt sýknudómi Landsréttar „afsali allir blaðamenn sér réttinum til einkalífs“

5
Fólk

Michael Douglas varar við hnignandi lýðræði

6
Innlent

Tveir sluppu ómeiddir eftir bílbruna á Öxi

7
Innlent

Þó nokkur viðbúnaður eftir árekstur á Sundlaugavegi

8
Pólitík

Sigmundur Davíð talaði fyrir tómum þingsal í nótt

9
Heimur

Fangelsismyndband sagt staðfesta sjálfsvíg Epstein

10
Innlent

„Þrír af hverjum fjórum sem Ísraelsher hefur drepið eru konur og börn“

Til baka

Victoria svaf óvart hjá bróður sínum

„Þetta hefur gjörbreytt minni sýn á alla mína menntaskólagöngu.“

Victoria Hill
Victoria HillHill komst að því að hún á 23 hálfsystkini.

Victoria Hill komst að því að fyrrverandi kærasti hennar væri hálfbróðir hennar eftir áratuga leyndarmál.

Alla ævi hafði Victoria Hill fundið á sér að eitthvað var ekki alveg eins og það ætti að vera í fjölskyldu hennar. Svo fékk hún óvænt textaskilaboð sem staðfestu hennar versta ótta.

Tveggja barna móðirin Victoria hafði lengi velt því fyrir sér hvers vegna hún líktist föður sínum alls ekki neitt og hafði meira að segja oft grínast með að hún hlyti að vera dóttir póstmannsins. Áhyggjur hennar jukust þegar hún greindist með heilsufarsvandamál sem hvorugt foreldri hennar hafði nokkru sinni sýnt einkenni af.

Í leit sinni að svörum tók hin 40 ára gamla Victoria erfðapróf heima hjá sér, sem sýndi að hún átti hvorki meira né minna en 23 hálfsystkini. Þegar hún gróf dýpra komst hún að því að líffræðilegur faðir hennar var í raun frjósemislæknir móður hennar, Dr. Burton Caldwell, sem hafði blekkt fjölda kvenna og notað eigið sæði án þeirra samþykkis.

En annað áfall var í vændum fyrir Victoriu. Eftir að hún sagði sínum nánustu frá uppgötvun sinni ákvað gamall kærasti hennar úr menntaskóla, sem var enn vinur hennar, að taka líka erfðapróf þar sem hann hafði sjálfur spurningar sem brunnu á honum. Þegar niðurstöðurnar komu sendi hann henni skilaboð með skelfilegri staðreynd: „Þú ert systir mín.“

Í gær kom Victoria fram í þættinum This Morning í gegnum fjarfundarbúnað, þar sem hún ræddi við þáttastjórnenduna Cat Deeley og Ben Shephard um hvernig líf hennar breyttist á einu augnabliki.

„Við komumst að þessu þegar við vorum á endurfundi menntaskólans okkar. Við byrjuðum að deila upplýsingum með nánum vinum, og svo í kvöldverðinum var ég að segja frá þessu þegar gamall kærasti minn leit út fyrir að vera að púsla einhverju saman í hausnum á sér,“ sagði hún.

„Móðir hans hafði nýlega sagt honum að ástæðan fyrir því að hann og bróðir hans, sem er einnig góður vinur minn, höfðu fæðst væri sú að móðir þeirra fór í frjósemismeðferð. Við gerðum bara ráð fyrir að hún hefði farið á sama stað og móðir mín.“

Þegar hún tjáði sig um ótta sinn við frekari slæm tíðindi bætti hún við: „Þetta er eins og högg eftir högg. Við vitum enn ekki hvað gæti komið í ljós næst.“

Í samtali við CNN sagði hún að hún hefði orðið fyrir áfalli þegar hún áttaði sig á því að maðurinn sem hún hefði hæglega getað gifst var í raun hálfbróðir hennar.

„Nú horfi ég á myndir af fólki og hugsa: „Ef hann var systkini mitt, þá gæti hver sem er verið systkini mitt.“ Þetta hefur gjörbreytt minni sýn á alla mína menntaskólagöngu. Það skemmir alla minninguna.“

Hún viðurkenndi einnig að hún hafi verið ástfangin: „Ég ætla bara að segja það beint út: Ég var ástfangin af hálfbróður mínum.“

Dr. Caldwell, sem lést nýlega, hafði hjálpað móður Victoriu að verða þunguð með því að nota sæði sem hann sagði koma frá óþekktum læknanema. En í raun var hann að nota sitt eigið.

Nú vinnur Victoria að því að berjast fyrir lagabreytingum í frjósemismeðferðum og deilir sögu sinni til að vekja athygli á þessu alvarlega broti.

Í yfirlýsingu frá Yale New Haven Health sagði að engar vísbendingar væru um að heilbrigðisstofnunin hefði haft aðkomu að brotum Dr. Caldwell. Lögfræðingar stofnunarinnar tóku fram að svikin hafi átt sér stað í einkarekstri læknisins og að Yale hefði ekki haft vitneskju um málið.

Mirror sagði frá málinu.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Stella Thompson
Myndband
Heimur

Þrettán ára stúlka lýsir skelfilegri reynslu í flóðunum í Texas

„Þetta leit ekki lengur út eins og Camp Mystic.“
Alþingi í alla nótt
Pólitík

Sigmundur Davíð talaði fyrir tómum þingsal í nótt

Israel Katz varnarmálaráðherra Ísraels og Benjamin Netanyahu
Heimur

Ísraelar kynna lokalausn fyrir Gaza-búa

Árekstur
Innlent

Þó nokkur viðbúnaður eftir árekstur á Sundlaugavegi

Árás Rússa
Heimur

Rússar segjast hafa náð fótfestu í nýju úkraínsku héraði

Þórarinn Ingi Pétursson
Pólitík

Segir að Þórarinn ætti að skammast sín fyrir dómsdagsþvaður á þingi

Lögreglurmaður
Innlent

Áhugi á lögreglufræðum eykst og metfjöldi nýnema sækir um

Jeffrey Epstein
Heimur

Fangelsismyndband sagt staðfesta sjálfsvíg Epstein

Jóhann Páll ráðherra
Landið

Leggur til að Garpsdalur fari í orkunýtingarflokk rammaáætlunar

Meint jarðsprengja
Innlent

Landhelgisgæslan kölluð út vegna meintrar jarðsprengju

Sveinn Rúnar Hauksson
Innlent

„Þrír af hverjum fjórum sem Ísraelsher hefur drepið eru konur og börn“

Sigríður Dögg Auðunsdóttir
Innlent

Segir að samkvæmt sýknudómi Landsréttar „afsali allir blaðamenn sér réttinum til einkalífs“

Öxi
Innlent

Tveir sluppu ómeiddir eftir bílbruna á Öxi

Heimur

Stella Thompson
Myndband
Heimur

Þrettán ára stúlka lýsir skelfilegri reynslu í flóðunum í Texas

„Þetta leit ekki lengur út eins og Camp Mystic.“
Magaluf á Mallorca
Heimur

Breti alvarlega slasaður eftir að hafa lent í skrúfu báts

Israel Katz varnarmálaráðherra Ísraels og Benjamin Netanyahu
Heimur

Ísraelar kynna lokalausn fyrir Gaza-búa

Árás Rússa
Heimur

Rússar segjast hafa náð fótfestu í nýju úkraínsku héraði

Jeffrey Epstein
Heimur

Fangelsismyndband sagt staðfesta sjálfsvíg Epstein

Syrgjandi faðir
Heimur

Sex látnir eftir loftárás Ísraela á heilsugæslustöð

Loka auglýsingu