
Egill Helgason vill að RÚV sýni nýjustu heimildarmynd Sir David Attenborough, Ocean, enda komi efni hennar Íslendingum mikið við.
Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason skrifaði í morgun færslu um nýjustu heimildarmynd Sir David Attenborough, Ocea, þar sem varað er við hættum sem steðja að hafinu um heim allan.
„Fór að sjá Ocean with David Attenborough. Lýsir ótrúlega víðfemri ævintýraveröld hafsins. Glæsilegt myndefni, fágætt líf. Og svo auðvitað svörtu hliðarnar - í myndinni er aðallega einblínt á ofveiði og eyðileggingu hafsvæða, hafsbotnsins og kóralrifja. Mjög umhugsunarvert.“ Þannig hefst færsla Egils en hann segir því næst að málflutningurinn hvað varðaði fiskveiðar hafi verið nokkuð sanngjarn í myndinni.
„Svakaleg myndskeið af botnvörpuveiðum. Mikil áhersla lögð á gildi verndarsvæða í sjó en málflutningur varðandi fiskveiðar er býsna sanngjarn, fannst mér. Minna fjallað um mengun - þ.m.t. plastmengun og súrnun sjávar. Kemur okkur Íslendingum náttúrlega mikið við.“
Að lokum segir Egill að vinnuveitandi hans, RÚV ætti að sýna heimildarmyndina í sjónvarpinu:
„Efni í góða umræðu um heilbrigði sjávar. Mynd sem ætti að sýna á RÚVinu okkar og helst með greiningu fyrir og eftir.“
Komment