1
Innlent

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu

2
Pólitík

Inga brast í grát á Alþingi

3
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

4
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

5
Menning

Misþyrming á Selfossi

6
Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki

7
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

8
Heimur

Einn látinn eftir slys á Tenerife

9
Peningar

Snjallsímum velt úr sessi sem jólagjöf ársins

10
Innlent

Drífa Kristín metin hæfust

Til baka

„Villutrúartal tilheyrir óttasleginni kirkju“

Guðfræðingur segir að Þjóðkirkjan sé á réttri leið og það sem mestu máli skipti sé að opna dyrnar fyrir fólki og hafa kærleikann að leiðarljósi

Dómkirkjan í Reykjavík
Þjóðkirkjan er að breytastNýjungar hafa verið innleiddar en kærleikurinn er númer eitt
Mynd: Víkingur

Þórður Guðmundsson guðfræðingur segir í grein að Þjóðkirkjan sé á réttri leið.

Hann segir að það hafi gustað nokkuð um Þjóðkirkjuna að undanförnu og vegna þess langar Þórði til þess „að varpa fram einni spurningu og koma um leið kirkjunni aðeins til varnar: Hvort er kirkjan fyrir fólkið eða fólkið fyrir kirkjuna?“

Hann nefnir dæmi:

„Þetta er svipuð spurning eins og þegar Jesús er að tala um hvíldardaginn í Biblíunni, hvort er fólkið fyrir hvíldardaginn eða hvíldardagurinn fyrir fólkið..? Ef fólkið er fyrir kirkjuna þá er hún fastheldin, íhaldssöm og ósveigjanleg, það eina sem hana vantar þá, er bara fólk til þess halda öllu gangandi. Fólk sem þarf ekkert að velta hlutunum mikið fyrir sér þannig, helst bara vera með og segja að svona hafi þetta alltaf verið og hefðin sjálf hver svo sem hún er, verður að óhagganlegu skurðgoði.“

Hann færir í tal að „þó svo að breytt form á ýmsu sé síðan aðkallandi þá má hér helst engu breyta né koma með nokkuð nýtt hversu ómerkilegt sem það kann að virðast án þess að einhver verði allt í einu öskuvondur og reiður í hið óendanlega.“

Segir einnig:

„En svo er það kirkjan fyrir fólkið, sem gerir sér grein fyrir nútímanum, sem býður allt fólk velkomið og vill opna dyrnar fyrir mér og þér og þá skipti engu máli hver ég er. Þar með væri kirkjan óhrædd við að vera sveigjanleg og brjóta þess vegna reglur og hefðir til auðvelda aðgengi fólks að kirkjunni. Kærleiksrík kirkja ætti alltaf að vera til í að hjálpa, en þarf líka að geta viðurkennt þegar hún getur það ekki. Einlæg, heiðarleg og kærleiksrík kirkja er eftirsóknarverð kirkja. Ef við fylgjum þeirri sýn, að umfaðmandi kærleiksrík kirkja eigi mun stærra erindi við íslenskt þjóðfélag heldur en íhaldssöm kirkja (sem vill síður laga sig að ört vaxandi þjóðfélagi í allar áttir), þá getur hvaðeina gott gerst, eins og t.d. vaxandi einlæg kirkja.“

Þórður segir svo að villutrú sé ekki að finna innan Þjóðkirkjunnar:

„Talandi svo um það hvort villutrú sé að eiga sér stað núna innan þessa stóra samneytis þá er hægt að svara því neitandi. Þannig tal átti sér oft stað á miðöldum og kom iðulega af einskærum ótta. Af ótta við að eitthvað eyðilegði hefðir og niðurnjörvaðan karlægan heim. Allt villutrúartal tilheyrir þess vegna aldagamalli óttasleginni kirkju sem hefur ekki kjark til þess að horfast í augu við og viðurkenna málfarslegar breytingar í nokkurri handbók eða öðruvísi sálma á öðrum tungumálum. Þess vegna er alveg óþarfi að eyða tíma í argaþras og segja að kirkjan sé á rangri leið vegna þess að hún bara er það ekki.“

Þórður er á því að Þjóðkirkjan sé að gera rétta hluti og segir að ef hún þróist ekki í takt við samfélagsbreytingar muni hún einfaldlega hverfa með tímanum og verða að engu:

„Hún [Þjóðkirkjan, innskot blm] er alltaf á réttri leið þegar hún opnar dyrnar og býður allt fólk velkomið til sín, af hvaða þjóðerni og kyni sem er, hvort sem það er trans eða eitthvað annað. Ef hún gerir það ekki þá hverfur hún okkur og verður með tímanum að engu.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

AMPOP með endurkomu eftir 18 ára hlé
Menning

AMPOP með endurkomu eftir 18 ára hlé

Stórtónleikar í Austurbæjarbíói á föstudag
Inga brast í grát á Alþingi
Myndir
Pólitík

Inga brast í grát á Alþingi

Jeffrey Epstein: Donald „eyddi klukkutímum í húsi mínu með fórnarlambi mansals“
Heimur

Jeffrey Epstein: Donald „eyddi klukkutímum í húsi mínu með fórnarlambi mansals“

Leikskólastarfsmaðurinn ákærður
Innlent

Leikskólastarfsmaðurinn ákærður

Heiðra minningu Gunnars Gunnarssonar á óvenjulegan máta
Menning

Heiðra minningu Gunnars Gunnarssonar á óvenjulegan máta

„Enginn andmælti því að það eigi að frelsissvipta fólk sem hefur ekkert gert af sér“
Pólitík

„Enginn andmælti því að það eigi að frelsissvipta fólk sem hefur ekkert gert af sér“

Einn látinn eftir slys á Tenerife
Heimur

Einn látinn eftir slys á Tenerife

Kallar eftir nýrri Búsáhaldabyltingu
Innlent

Kallar eftir nýrri Búsáhaldabyltingu

Drífa Kristín metin hæfust
Innlent

Drífa Kristín metin hæfust

Tárvotur Kimmel syrgir æskuvin sinn
Myndband
Heimur

Tárvotur Kimmel syrgir æskuvin sinn

Íslenskar konur prjóna fyrir börn á Gaza
Innlent

Íslenskar konur prjóna fyrir börn á Gaza

Hanna Katrín skipar nýja stjórn
Pólitík

Hanna Katrín skipar nýja stjórn

Innlent

Leikskólastarfsmaðurinn ákærður
Innlent

Leikskólastarfsmaðurinn ákærður

Er sakaður um tvö brot gegn einu barni
Þjófur gómaður í miðju innbroti
Innlent

Þjófur gómaður í miðju innbroti

Kallar eftir nýrri Búsáhaldabyltingu
Innlent

Kallar eftir nýrri Búsáhaldabyltingu

Drífa Kristín metin hæfust
Innlent

Drífa Kristín metin hæfust

Íslenskar konur prjóna fyrir börn á Gaza
Innlent

Íslenskar konur prjóna fyrir börn á Gaza

Aðalmeðferð í morðmáli Margrétar Löf hefst eftir viku
Innlent

Aðalmeðferð í morðmáli Margrétar Löf hefst eftir viku

Loka auglýsingu