
Að minnsta kosti 27 manns eru látnir eftir hræðilegt skyndiflóð sem reið yfir miðhluta Texas á föstudag, og yfir 20 stúlkur úr kristilegum stúlknasumarbúðum eru enn ófundnar.
Stúlkurnar sem saknað er koma úr Camp Mystic, einni af um 18 sumarbúðum við Guadalupe-ána sem hafa haft samband við yfirvöld eftir hamfarirnar, samkvæmt fréttum CNN. Allir aðrir sumarbúðargestir hafa fundist heilir á húfi.
Skelfilegar ljósmyndir sýna ólýsanlegt tjónið sem rigningarnar ollu, tré rifin upp með rótum, bílum snúið á hvolf og stórt brak dreift um svæðið.
Sum svæði í miðhluta Texas fengu úrkomu sem jafnast á við heilan mánuð á örfáum klukkutímum, sem leiddi til þessara miklu skemmda.
Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, lýsti yfir neyðarástandi í 15 sýslum á föstudag til að tryggja að aðgerðirnar á svæðinu hafi „ótakmarkaðan“ aðgang að „öllum þeim tólum, aðferðum, starfsfólki og úrræðum sem Texas getur boðið upp á.“
Hann birti einnig myndband af björgunaraðgerðum í gangi og sagði að leitinni myndi ekki ljúka fyrr en allir hefðu fundist.
Forsetafrúin, Melania Trump fylgdi eftir þjóðhátíðardegi 4. júlí með færslu þar sem hún vottaði foreldrum í Texas samúð sína: „Hjarta mitt er hjá foreldrum í Texas á þessum erfiða tíma. Ég hugsa til ykkar og sendi bænir um styrk, huggun og þrautseigju.“
Donald Trump tók í sama streng í færslu á Truth Social og bætti við að teymi hans væri þegar í samstarfi við yfirvöld á svæðinu. Þá yrði Kristi Noem, öryggisráðherra innanlands, á staðnum innan skamms.
Björgunarsveitir leituðu alla nóttina og halda áfram að leita að þeim sem enn kunna að vera á lífi. Yfir 230 manns hafa verið bjargað hingað til, flestum með þyrlum.
Air rescue missions like this are being done around the clock.
— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) July 4, 2025
We will not stop until everyone is accounted for. pic.twitter.com/tqwTr1RkEi
Komment