Jón Gnarr var rekinn fyrir að mæta með hanakamb í vinnuna þegar hann var 13 ára.
Þingmaðurinn og listamaðurinn Jón Gnarr rifjar upp stórskemmtilega sögu í Facebook-færslu sem hann birt í gær. Þar segir hann frá því er hann rakaði á sig hanakamb þegar hann var 13 ára og mætti þannig í vinnuna í kjötborðinu í Kron. Hann var rekinn fyrir vikið.
„Ég hef stundum sagt söguna af því þegar 13 ára ég rakaði á mig móhíkanarönd með hjálp Ólafur Elíasson vinar míns. Ég var þá að vinna í kjötborðinu í Kron í Glæsibæ. Guðmundur verslunarstjóri var miður sín og sagðist tilneyddur að láta mig fara.
Ég gekk snöktandi heim. Fyrir einhverja tilviljun var pabbi heima og þegar hann spurði afhverju ég væri ekki í vinnunni sagði ég honum að ég hefði verið rekinn
-Rekinn ? Fyrir hvað ?
-Klippingin svaraði ég og benti á kambinn
Pabbi horfði rannsakandi á klippinguna
-Og hvað er að þessari klippingu, spurði hann.“
En pabbi Jóns dó ekki ráðalaus. Hann fékk hugmynd en það er ekki beint hægt að segja að hún hafi verið góð, en hugmynd var það engu að síður. Jón heldur áfram:
„Ég yppti öxlum og þegar hann spurði mig hvað ég ætlaði að gera yppti ég þeim aftur
Þarna gerði pabbi eitthvað það allra skrítnasta sem ég man eftir og er þó um nægt að velja. Hann klæddi sig í yfirhöfn og sagði mér að koma með sér útí bíl.
Hann keyrði með mig í Suðurver og fór þar með mig inná Hárgreiðslustofuna í Suðurveri. Þetta var á því Herrans ári 1980 og hárgreiðslustofan full af konum og karlmenn sjaldséðir gestir.
Konan í afgreiðslunni horfði spyrjandi á okkur og spurði hvort hún gæti aðstoðað okkur.
-Ekki áttu hárkollu einsog á svona strák ? spurði pabbi og benti á mig
Ég settist á stól og konan mátaði á mig kollu
-Þetta er bara nákvæmlega einsog hárið á honum ! tilkynnti pabbi
Hún var auðvitað ekkert í líkingu við mitt raunverulega hár, með liðum og þaraðauki kvenmans kolla. En pabbi lét mig setja hana upp og keyrði mig kampakátur aftur niðurí Glæsibæ
-Nú ætti þetta að vera í lagi sagði hann og keyrði í burtu en ég stóð eftir á bílastæðinu með nýju kolluna á hausnum.“
Hárkollan góða reddaði Jóni ekki aftur vinnuna en hann græddi þó alla vega hárkollu:
„Hún tryggði mér samt vinnuna ekki aftur. Guðmundur verslunarstjóri horfði bara forviða á mig og stundi
-Elsku Jón, ég sem hafði bundið svo miklar vonir við þig