Karl Ágúst Úlfsson birti glænýtt ljóð sitt um aðdáun Donalds Trump á Rússlandsforseta.
Hinn ástsæli leikari og leikritaskáld, Karl Ágúst Úlfsson er að margra mati með skemmtilegri mönnum. Síðan Spaugstofa hans hætti í sjónvarpi hefur hann heldur betur ekki setið auðum höndum en hann hefur samið leikrit, leikið á sviði, gefið út bækur og sitthvað fleira. En hann á það einnig til að semja ljóð og birta á Facebook. Í dag birti hann ljóð sitt um aðdáun Bandaríkjaforseta á Vladimir Putin. Ljóðið má lesa hér fyrir neðan:
EINS OG KIND MEÐ GLENNTAN GUMP
GERIST BLÍÐ VIÐ HRÚTINN
EINS ER DODDINN DONALD TRUMP
DAÐRANDI VIÐ PUTIN
ÝMSIR DÝRKA ÆÐSTASTRUMP
AÐRIR JARÐARGRÚTINN
ÞÓ ER VÍST AÐ ÞESSI TRUMP
ÞRÁIR BARA PUTIN
HAUS MEÐ VISINN HEILAKLUMP
HUGSAR MEST UM STÚT SINN
VEGNA ÞESSA VERÐUR TRUMP
VÍST AÐ TOTTA PUTIN