Mánudagur 3. mars, 2025
1.8 C
Reykjavik

Lagahöfundurinn Diane Warren jafnaði óeftirsótt met á Óskarnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bandaríski lagahöfundurinn Diane Warren jafnaði vafasamt met á Óskarnum í gær.

Óskarsverðlaunin voru haldin í gær og voru glæsileg að vanda. Kvikmyndin Anora kom sá og sigraði en hún hlaut alls fimm verðlaun. Lagahöfundurinn Diane Warren jafnaði ansi leiðinlegt met en hún hlaut 16. tilnefninguna sína fyrir besta lagið, og tapaði, eins og í öll hin skiptin.

Söngvarinn og lagahöfundurinn, sem fékk heiðursverðlaun Óskarsins árið 2022, fékk tilnefningu fyrir besta frumsamda lagið fyrir „The Journey“ úr „The Six Triple Eight“ en hún tapaði fyrir „El Mal“ úr „Emilia Pérez“.

Er þetta í 16. skiptið sem Warren tapar fyrir öðrum lagahöfundi á Óskarnum og jafnar hún þannig met hljóðfræðingsins Greg P. Russell, sem einnig hefur hlotið 16. tilnefningar án þess að hljóta verðlaunin eftirsóttu.

TMZ talaði við Warren fyrir hátíðna en hún sagðist vona að 16 væri hennar lukkutala og spaugaði með það að hún myndi sennilega falla í gólfið ef hún fengi loks Óskarsverðlaunin. En það gerðist sem sagt ekki en það gengur vonandi betur næst.

 

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -