1
Landið

Pálmi Gestsson snýr upp á útgerðarmenn

2
Menning

Þráinn segir fólki að taka til fótanna

3
Mannlífið

Þetta er ánægðasta fólk landsins

4
Fólk

Mál Davíðs Goða og Fjólu gegn Eddu Falak komið aftur á dagskrá dómstóla

5
Innlent

Margrét hefur fengið nóg af andstyggilegum lygum og áróðri

6
Heimur

Plötufyrirtæki hyggst birta nektarmyndir af látinni söngkonu

7
Innlent

Tilkynnt um byssuskot á leikvelli

8
Menning

Addison Rae í Breiðholti

9
Menning

Sigurlíkur VÆB aukast

10
Heimur

Jesús-rúta sprakk í Bandaríkjunum

Til baka

Óskarsverðlaunamyndin No Other Land sýnd í Bíó Paradís – Tónskáldið opnar sig um þátttöku sína

Julius, annar frá vinstri, á Óskarnum með aðstandendum myndarinnar.
Ljósmynd: Aðsend
Julius, annar frá vinstri, á Óskarnum með aðstandendum myndarinnar. Ljósmynd: Aðsend

Ísraelsk-Palestínska Óskarsverðlaunaheimildarmyndin No Other Land verður sýnd í Bíó Paradís í lok mars en fáir vita að höfundur tónlistarinnar í myndinni býr á Íslandi.

Það vakti mikla athygli síðastliðinn sunnudag þegar kvikmyndin No Other Land hlaut Óskarsverðlaunin sem besta heimildarmyndin. Myndin, gerð af palestínsk-ísraelskum hópi, sýnir eyðingu ísraelskra hermanna á Masafer Yatta á Vesturbakkanum og bandalagið sem myndast á milli palestínska aðgerðasinnans Basel og ísraelska blaðamannsins Yuval.

Vinirnir.Ljósmynd: Aðsend
Vinirnir.Ljósmynd: Aðsend

Sá sem semur tónlistina fyrir myndina er Þjóðverjinn Julius Pollux Rothlaender en hann hefur búið á Íslandi síðastliðin 10 ár. Áður en hann hóf að semja tónlist fyrir kvikmyndir hefur hann verið í nokkrum hljómsveitum, meðal annars hinni íslensku BSÍ. Áður en hann samdi tónlistina fyrir No Other Land, samdi hann tónlist fyrir myndir á borð við hina þýsku Sprich mit mir í leikstjórn Janin Halisch og finnsk-þýsku myndina Power of Love í leikstjórn Jonasar Rothlaender.

Julius á Óskarnum.Ljósmynd: Aðsend.
Julius á Óskarnum.Ljósmynd: Aðsend.

Mannlíf heyrði í Juliusi og spurði hann spurninga um heimildarmyndina og þátt hans í henni.

„No Other Land er kvikmynd sem var gert af kollektívu frá Palestínu og Ísrael, þeim Basel Adra, Yuval Abraham, Rachel Szor og Hamdan Ballal,“ segir Julius í skriflegu svari til Mannlífs en hann hefur búið á Íslandi frá árinu 2015. Segist hann hafa komið að myndinni í gegnum klippara sem hann þekkti.

„Ég kom inn í verkefnið í gegnum klipparann Anne Fabini sem er búsett í Berlín og sem var að hjálpa leikstjórunum fjórum að klippa myndina. Ég hafði unnið með henni áður og þegar kom í ljós að þau þyrftu tónlist fyrir myndina stakk hún upp á mér.“

Óskarsverðlaunahafarnir.Ljósmynd: Aðsend
Óskarsverðlaunahafarnir.Ljósmynd: Aðsend

Julius segir að gerð myndarinnar hafi tafist vegna ástandsins á Gaza:

„Vinnan fór aðallega fram í haust 2023, og það var aukalega erfitt fyrir leikstjórana að klára myndina í stríðsástandinu eftir 7. október.“

Segir Julius að hlutverk tónlistarinnar í myndinni hafi í hans huga verið það að taka ekki of mikið pláss.

„Mér finnst að hlutverk tónlistarinnar í myndinni hafi falist í því að taka ekki of mikið pláss, enda er myndin gríðarlega sterk og erfið. En það er mikil örvænting og ráðaleysi í myndinni, en svo reyndum við líka að styðja þau fáu augnablik sem sýndu einhverja von eða hlýju, til dæmis í vináttunni þeirra Basel og Yuval. Almennt finnst mér að ferlið byrji alltaf á því að hlusta, að reyna að finna hvaða tónar og hvaða áferð býr í myndunum, og hefja síðan samtali milli myndarinnar og tónlistarinnar.“

Julius segir að málefnið sem myndin fjalli um skipa meginmáli í öllu þessu, ekki persónulega sigra hans.

„Þessa mynd var líka mjög persónuleg. Þetta snýst ekki um árangur kvikmyndarinnar eða fyrir mig persónulega eða aðra í verkefninu heldur um málefnið sjálft. Þetta er mynd sem tengist svo mikið ástandinu í Palestínu og í heiminum. Þetta er eitthvað sem mér finnst mikilvægt að margir sjái. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að vera partur af teyminu og að fá að styðja þeirra sögu og málefni.“

Úr heimildarmyndinni.Ljómsynd: Aðsend
Úr heimildarmyndinni.Ljómsynd: Aðsend

No Other Land verður sýnd í Bíó Paradís, í samstarfi við Félagið Ísland – Palestína þann 30. mars klukkan 19:00. Þá verða tvær aukasýningar í Bíó Paradís þann 31. mars og 2. apríl.


Komment


Pálmi Gestsson myndband Bolungarvík
Landið

Pálmi Gestsson snýr upp á útgerðarmenn

Addison Rae
Myndband
Menning

Addison Rae í Breiðholti

Tolli
Innlent

Tolli segist alltaf tilbúinn að fara í leiðangur

Kláfur á Ítalíu
Heimur

Fjórir látnir eftir að kláfur féll til jarðar á Ítalíu

Margrét Tryggvadóttir
Innlent

Margrét hefur fengið nóg af andstyggilegum lygum og áróðri

jesusrúta
Myndband
Heimur

Jesús-rúta sprakk í Bandaríkjunum

Aki Yashiro
Heimur

Plötufyrirtæki hyggst birta nektarmyndir af látinni söngkonu