Laugardagur 8. mars, 2025
0.8 C
Reykjavik

Rán, Ingunn og Birgitta verðlaunaðar: „Listir, náttúra og ólgandi tilfinningar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjöruverðlaunin voru afhent í Höfða klukkan 14:00 í dag 6. mars en veitt voru verðlaun í þremur flokkum.

Hér má sjá  fréttatilkynningu um Fjöruverðlaunin og lista yfir vinningshafana:

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna og kvára, voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða 6. mars 2025. Verðlaunin hlutu:

Í flokki fagurbókmennta: 

Moldin heit eftir Birgittu Björgu Guðmarsdóttur

Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis:

- Auglýsing -

Jötnar hundvísir. Norrænar goðsagnir í nýju ljósi eftir Ingunni Ásdísardóttur

Í flokki barna- og unglingabókmennta:

Tjörnin eftir Rán Flygenring

- Auglýsing -

Þetta er í nítjánda sinn sem Fjöruverðlaunin eru veitt og í tíunda sinn síðan borgarstjóri Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO, gerðist verndari verðlaunanna og bauð Heiða Björg Hilmisdóttir gesti velkomna. Verðlaunahafar fengu verðlaunagripi gerða af listakonunni Koggu.

Rökstuðningur dómnefnda

Moldin heit eftir Birgittu Björgu Guðmarsdóttur

Listir, náttúra og ólgandi tilfinningar takast á í bókinni Moldin heit eftir Birgittu Björgu Guðmarsdóttur. Hrynjandi ljóðræns textans knýr framvindu áfram þar sem meginstef eru ást, missir og innri leit. Form texta og litanotkun ljær frásögninni dýpt og er lesanda gefið rými til að skynja og túlka atburðarás sem lýkst upp eftir því sem líður á og rís hæst í sólódansi aðalpersónunnar. Birgitta Björg slær hér nýjan og forvitnilegan bókmenntatón.

Jötnar hundvísir. Norrænar goðsagnir í nýju ljósi eftir Ingunni Ásdísardóttur 

Í bók sinni Jötnar hundvísir. Norrænar goðsagnir í nýju ljósi dregur Ingunn Ásdísardóttir upp áhugaverða mynd af jötnum og mögulega ólíku hlutverki þeirra en mótast hefur hingað til í vitund fólks. Með því að rannsaka sjálfstætt hlutverk jötna í öðrum heimildum en Eddu Snorra Sturlusonar virðist sem jötnar hafi gengt mikilvægara hlutverki; verið aldnir og fróðir (hundvísir) en ekki ófreskjur. Bókin dregur fram hve lifandi vísindi þjóðararfurinn er og færir bæði fróðleiksfúsum aðgengilegt efni og leggur til málanna í rannsóknarheimi norrænnar goðafræði.

Tjörnin eftir Rán Flygering 

Tjörnin eftir Rán Flygenring fjallar meðal annars um leikgleði, vináttu og málamiðlanir. Garður einn er uppáhaldsleiksvæði tveggja vina og dag einn taka þau eftir dæld í grasinu og þá hefst ævintýrið. Myndirnar kallast vel á við textann en líka íslenskan nútíma og á afslappaðan hátt er ýmsum áhugaverðum orðum bætt við orðaforða ungra lesenda, til dæmis krapagildra og krokketbogi. Tjörnin er fallegt og fyndið listaverk en líka skemmtileg og fræðandi saga.

Í dómnefndum sátu:

Fagurbókmenntir:

  • Jóna Guðbjörg Torfadóttir, framhaldsskólakennari
  • Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur
  • Sigrún Birna Björnsdóttir, framhaldsskólakennari

Fræðibækur og rit almenns eðlis:

  • Brynja Helgu Baldursdóttir, íslenskufræðingur
  • Hulda Steingrímsdóttir, umhverfisfræðingur
  • Sólveig Ásta Sigurðardóttir, nýdoktor í bókmenntafræði

Barna- og unglingabókmenntir:

  • Guðlaug Richter, íslenskufræðingur
  • Helga Birgisdóttir, lektor í íslensku
  • Júlía Margrét Sveinsdóttir, bókmenntafræðingur

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -