1
Heimur

Þrettán ára stúlka lést eftir fall í yfirgefnu hóteli á Tenerife

2
Pólitík

Segir Samfylkingarfólk hvatt til að níða skóinn af skólameistara

3
Fólk

Lúxushús í Kópavogi sett á sölulista

4
Innlent

Villi Vill segir Landsréttardómara ómarktækan

5
Innlent

Flutti inn gommu af oxy og sterum

6
Heimur

Kýldi mótherja í andlitið í miðjum leik

7
Heimur

Las upp súrsæt skilaboð frá Diane Keaton áður en hún lést

8
Heimur

Kona elt af dróna á leið heim á hjóli

9
Innlent

Stefán Jón segir afgreiðsla EBU um Ísrael „ófullnægjandi“

10
Menning

Höfuð, herðar, hné og tær Sölku Sólar

Um Mannlíf

Tímaritið Mannlíf var fyrst gefið út árið 1984 sem tímarit almenns eðlis. Mannlíf hefur verið gefið út í fjölbreyttri mynd.

„Það var ekki hægt að velja víðtækara nafn á blaðið, enda á hér allt að vera komið í einu og sama tímaritinu,“ sagði Herdís Þorgeirsdóttir, fyrsti ritstjóri Mannlífs.

Fyrsti hönnuður Mannlífs var myndlistarmaðurinn Jón Óskar. Björgvin Ólafsson myndlistarmaður hannaði lógó Mannlífs sem notað var árin 1987–1998 og var endurteiknað í nýrri hönnun Jóns Inga Stefánssonar á vef Mannlífs í mars 2025.

Mannlíf auglýsing 1984
Nýtt tímarit auglýstÍ tímaritinu Mannlífi voru birtar erlendar fréttaskýringar og úttektir á stjórnmálum, meðal annars, auk hins víðþekkta Mannlífsviðtals.

Ritstjórar Mannlífs

  • Herdís Þorgeirsdóttir 1984-1986
  • Árni Þórarinsson 1986-1987
  • Svanhildur Konráðsdóttir 1987-1990
  • Bjarni Brynjólfsson og Ragnheiður Davíðsdóttir 1990
  • Árni Þórarinsson 1990-1994
  • Kristján Þorvaldsson og Bjarni Brynjólfsson 1994-1996
  • Þórarinn Jón Magnússon 1996
  • Hrafn Jökulsson 1997-1998
  • Gerður Kristný 1998-2004
  • Reynir Traustason 2004-2006
  • Kristján Þorvaldsson 2006-2007
  • Reynir Traustason 2007
  • Þórarinn Þórarinsson 2007
  • Sigurjón M. Egilsson 2008-2009
  • Reynir Traustason 2009-2010
  • Brynjólfur Þór Guðmundsson 2010
  • Karl Steinar Óskarsson 2010-2011
  • Hrund Þórsdóttir 2011-2012
  • Karl Steinar Óskarsson 2012-2014
  • Roald Viðar Eyvindsson 2017-2020
  • Reynir Traustason 2020-2025
  • Jón Trausti Reynisson 2025-

Herdís Þorgeirsdóttir lét af störfum sem ritstjóri í 1986. Árni Þórarinsson var í kjölfarið ráðinn ritstjóri og gegndi starfinu þar til í desember 1987, þegar Svanhildur Konráðsdóttir varð ritstjóri. Árni var svo aftur ritstjóri árin 1990 til 1994, þegar Kristján Þorvaldsson og Bjarni Brynjólfsson tóku við ritstjórninni.

Gerður Kristný var ritstjóri Mannlífs frá 1998 til 2004, þegar Reynir Traustason var ráðinn ritstjóri. Árið 2008 var Mannlífi breytt í fréttatímarit og var ritstjóri Sigurjón M. Egilsson.

Árin á eftir gekk Mannlíf í gegnum miklar breytingar og var m.a. gefið út sem karlatímarit árin 2010-2014. Árið 2017 hófst svo nýr kafli í sögu Mannlífs þegar blaðið var gefið út á dagblaðapappír og síðan sem vikulegt fréttablað árið eftir í útgáfustjórn Roalds Viðars Eyvindssonar.

Árið 2020 sneri Reynir Traustason aftur í ritstjórastól Mannlífs, í fjórða sinn, og var miðillinn gefinn út sem beittur fréttavefur, samhliða tímariti í frídreifingu. Reynir lét af störfum í febrúar 2025.

Loka auglýsingu